Fara í innihald

Tröllhettuskurðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teikning af skipastiga byggður árið 1798.
Skipastiginn "Gamle dal'n" sem byggður var 1844
Skipastigar byggðir 1844 og 1916 års
Einn af fyrstu skipastigum í Svíþjóð í Lilla Edet

Tröllhetturskurðurinn (eða Trollhätteskurðurinn) (sænska: Trollhätte kanal) er 82 kílómetra langur skurður sem gerir Gautelfi skipgenga til Vænis, en 10 kílómetrar af skurðinum er manngerður. Við borgina Trollhättan eru stórir fossar í Gautelfi sem hafa verið virkjaðir, en Tröllhettuskurðurinn liggur einmitt framhjá fossunum. Vænir er 43,8 metrar yfir sjávarmáli og því eru sex skipastigar á leiðinni frá Jótlandshafi (Kattegat) til Vænis.

Í Haralds sögu harðráða er sagt frá því að konungur hafi siglt léttskipum sínum upp eftir Gautelfi og látið síðan draga þá upp fyrir fossana og út á ána þar sem hún fellur úr vatninu.


Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.