Fara í innihald

Trölladyngja (Ódáðahrauni)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Trölladyngja

Trölladyngja er geysimikill hraunskjöldur og ein mesta gosdyngja Íslands, um 10 km í þvermál. Hún er í Ódáðahrauni, norðan við Vatnajökul í framhaldi af Dyngjuhálsi og Dyngjujökli.

Trölladyngja er 1460 m há og rís um 600 m upp fyrir auðnina í kring. Gosgígurinn er sporöskjulaga, 1200-1500 m langur, um 500 m á breidd og 100 m á dýpt. Hraun hefur runnið úr honum til allra átta en mest þó til norðurs, hugsanlega alla leið niður í Bárðardal. Alls er talið að frá Trölladyngju hafi runnið um 15 rúmkílómetrar af hrauni.

Framan af var fjallið ýmist nefnt Skjaldbreiður eða Trölladyngja, en um aldamótin 1900 hefur Trölladyngja orðið ofaná.

Fyrst var gengið á fjallið 18. júlí 1875, svo sögur fari af. Var það Vatnajökulsfarinn William Lord Watts, ásamt Þorláki Jónssyni bónda á Grænavatni í Mývatnssveit.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Ólafur Jónsson. Ódáðahraun I. bls. 259. Akureyri 1945
  • Hans Spethmann. Islands grösster Vulkan: die Dyngjufjöll mit der Askja. Leipzig 1913
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.