Toyota Corolla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Toyota Corolla árgerð 2018.

7. kynslóð Toyota Corolla[breyta | breyta frumkóða]

Þessi kynslóð var stærri (AE10X), dýrari og þyngri heldur en fyrri útgáfur, en hönnunarforstjóri Toyota Dr Akihiko Saito vildi þróa bíl sem væri í líkingu við lítinn Lexus eftir árangur flaggskips þeirra Lexus. Með nýju Corollunar 2465mm hjólhaf, færðu bílarnir sig upp í þann stærðarflokk sem eitt sinn tilheyrði Tyota Corona og Camry. Þetta módel kom fram á sjónarsviðið árið 1992 í japan og 1993 í Evrópu.

Módel þetta var fáanlegt sem fjögurra dyra sedan bíll, þriggja og fimm dyra liftbakur og fimm dyra skutbíll. Sprinter bílar fengust sem fjögurra dyra sedan bílar og fimm dyra liftbaks bílar, þar á meðal fjögurra dyra harðtopp sem kallaður var Sprinter Marino (aðeins fyrir þessi módel). Corolla Levin og Sprinter Trueno voru seldir tveggja dyra. Á Amerískum markaði var Geo Prizm seldur sem fjögurra dyra sedan bíll.

Fimm dyra Sprinter bílinn var seldur sem Corolla Sprinter í Evrópu, þetta var nokkuð ruglingslegt. Þriggja og fimm dyra Corolla FX bílarnir voru líka bara seldir undir nafninu Corolla í Evrópu. En þeir bílar voru aðallega fáanlegir með litlum vélum og litlum aukabúnaði. Þá bíla þekkjum við best hérna á Íslandi. FX línan í Japan var fáanleg í tveim módelum, SJ 16 ventla 1,6 lítra 115 hestafla vél (var einnig fáanleg á Íslandi) (4A-FE) og í GT útgáfu sem er með 20 ventla 1.6 lítra vél 160 hestöfl (Silvertop 4A-GE)

Þetta módel átti ekki mikilli velgengni að fagna (á heimsvísu) vegna óhagstæðs gengis jensin, samdráttar á markaði og slægrar eftirspurnar.