Torfþak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Torfþak er notað á gömul sveitahús á Keldum.

Torfþak (eða þekja) er þak á torfhúsum, þannig gert að notað er torf sem þakefni ofan á áreftið. Nærþak nefndist innri byrði þaksins, og utan þess kom þunnt moldarlag, en yst snyddu- eða torfþak úr valllendistorfi og sneri grasrótin út. Á tvíása torfþökum var þakið þykkast yfir miðjum vöglum, og var það gert til þess að fá vatnshalla.

Kirkjan á Hofi.

Torfþök voru algengustu þök húsa á Íslandi í næstum því þúsund ár.

Orð tengd torfþaki[breyta | breyta frumkóða]

  • innstafur stoð inni í húsi til að halda uppi þekju.
  • raftur viðarrengla í torfþaki, milli mæniáss og vegglægju (til að halda uppi torfi).
  • refta leggja, láta rafta á, leggja spýtur, viðargreinar í þak til að halda uppi torfi.
  • torfvölur ávali á torfþaki til að vatn rynni betur af því.
  • vagl þvertré ofan á innstöfum og milli þeirra, þvert undir mæninum.
  • vegglægja veggjarpallur, röndin á veggnum að ofan, innan við sperruhælana.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.