Tom Hardy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Edward Thomas Hardy eða Tom Hardy fæddur í Hammersmith Englandi þann 15. September 1977. Hann er einkabarn foreldra sinna, Anne Née Barret sem er af írskum ættum og Edward „Chips“ Hardy. Árið 1998 vann hann módel keppni þá 21 að aldri. Tom sótti Drama Center London árið 1998 og fór snemma úr honum til að leika í Band of Brothers þar sem hann fór með hlutverk private John Janovec. Hann á líka eina kynlífsatriðið í þáttunum.´ Árið 1999 giftist hann konu að nafni Sarah Ward, en skildi við hana árið 2004. Hann kynntist síðan konu að nafni Charlotte Riley á tökustað á þáttunum The Take og Wuthering Heights og giftust þau 2014.

Hann átti við alkóhól og kókaínvandamál á tvítugsaldrinum en fór í meðferð 2003 og hefur ekki snert við því síðan. En hann vill meina að fíkn sín hafi verið aðal orsök á skilnaðinum sínum. Hann hefur því tekið upp á því að leggja ungum á batavegi lið með áheitasöfnun sinni og gefur því peninga og stundar herferðir gegn eiturlyfjum. Gott hjá honum. Ferillinn hans byrjaði þegar hann fékk hlutverkið í Band of Brothers og sama ár lék hann annan hermann en það var í Ridley Scott kvikmyndinni Black Hawk Down og átti hermannahlutverkið eftir að spila mikið í hans ferli í framtíðinni. Eins og næsta mynd hans The Deserter sem ég hef séð og get sagt að Tom er mjög eftirtektarverður í henni. En hann endar á að vera skotinn í hausinn í endann. Árið 2002 fær hann að vera hluti af star trek myndunum sem illmennið Shinzon sem var klón af eftirmyndinni Jean-Luc Picard og var karakterinn notaður sem vopn gegn the Federation en hann endar síðan að deyja í endann gegn hnífsstungu. Næstu tvö árin er hann að fóta sig í B-klassa myndum sem ná ekki neinum vinsældum en hann leitast alltaf eftir því að vera einfarinn og maðurinn sem er róleglyndur en brennandi tilfinningar eru innra með honum, sú skapgerð hefur hann haldið mest allan ferillinn sinn og er orðið hans einkenni í myndunum sem hann leikur í. Árið 2004 fær hann hutverk í Layer Cake og er við hlið þá hins „óþekkta“ Daniel Craig. Og næstu ár er hann mikið í sjónvarpsþáttum t.d leikandi heimilislausann mann í Stuart: A life backwards. Kannski var hann að jafna sig eftir skilnaðinn við fyrri eiginkonu sína, eða honum bauðst engin hlutverk í kvikmyndum, hver veit. En árið 2008 byrjuðu stóru hjólin að snúast og tvö stór hlutverk tók han til sín. Eitt af þeim sem hinn samkynhneigði handsome Bob í Rock n‘ rolla þar sem hann gamnaði sér með Gerald Butler. Svo hitt hlutverkið sem var meðal annars í fyrsta skiptið sem ég heyrði til hans getið vara í Bronson þar sem hann fór með hlutverk hins illræmda fanga Charles Bronson sem fram að árinu 2008 hafði þá verið 34 ár í fangelsi og 30 af þeim í einangrun. Honum Bronson var einu sinni sleppt vegna þess að hann hafði ollið ríkinu svo miklum skemmdum og á sinni lífsleið eru það yfir 1milljón pund. Hann hefur verið færður samtal 120 sinnum um fangelsi og afplánar í dag lífstíðardóm. Þetta er ein besta mynd sem Tom Hardy hefur leikið í og mæli ég mjög mikið með henni. Skemmtileg staðreynd er að hann þyngdist um 19kg fyrir myndina. Í Thick as Thieves eða The Code með Antonio Banderas og Morgan Freeman kemur Tom Hardy við sögu og er gaman að sjá góðkunnugt andlit meðal stórstjarna eins og þeirra. Árið 2010 var svo byltingarár fyrir leikarann þegar hann landaði hlutverki þjófsins Eames í Christopher Nolan myndinni Inception. Þar kom hermannakunnátta hans að góðum notum þegar hópurinn er í snjó draumnum og hann drepur mann og annan. Næstu ár voru góð fyrir Hardy þar sem hann leikur við hlið goð síns Gary Oldman en Tom Hardy hefur oft nefnt hann sinn uppáhalds leikara og gegnið það langt að kalla hann besta leikara sem uppi hefur verið. En hann er við hlið hans í Tinker Tailer Soldier Spy, ásamt Benidict Cumberbatch, Colin Firth og John Hurt. Frekar stór nöfn þarna. En Tom hafði ekki lokið samskiptum sínum við Gary Oldman því þeir leika að sjálfsögðu báðir í Dark Knight Rises, Lawless og Child 44. Grjótharðasta mynd allra tíma, Warrior, kemur svo út árið 2011 þegar Hardy leikur MMA bardagakappann með dimma fortíð og fjölskyldurvandamál Tommy Riordan. Samleikari hans eru engir ræflar heldur og er það Nick Nolte sem leikur föður hans og Joel Edgerton sem leikur bróðir hans. Þetta er skyldu áhörfsmynd fyrir alla þá sem fýla Hardy eða vilja almennt peppa sig í gang fyrir keppni eða bardaga. 10/10 Í This Means War stígur Tom aðeins út fyrir þægindahringinn sinn og því sem hann er vanur og leikur hin glaðlega Tuck og berst hann gegn mótleikara sínum Christ Pine um hina sætu Reese Witherspoon. Hann fær hana ekki í lokinn en endar með fyrrum eiginkonu sinni sem hann á krakka með. Lýsir svoldið lífi hans. Í lawless fer hann aftur í gömlu dagana þegar áfrengisbannið geysaði yfir í Bandríkjunum og Al Capone réð ríkjum. Hann leikur hin þögula en grjótharða Forrest Boundrant og sínir yngri bróður sínum Shia Lebeouf hvernig á að taka á vondu köllunum. En það sem einmitt gerir Tom yfirburða ofurharðann í þessari mynd er hvernig hann er skorinn á háls og lifir og er skotinn mörgum sinnum og lifir. Hann heldur ótauður áfram sem óttaði maðurinn og mætir verðugum andstæðing, eins og hann orðaði það í viðtali einu, í The Dark Knight Rises og þar luskrar hann á sjálfum Batman eða Christian Bale. Tom talaði einmitt sjálfur fyrir Bane. Hann átti líka eftir að leika seinna á móti Burn Gorman eða Stryver( The Scarecrow) seinna meir í þáttunum Peaky Blinders. 2013 var frekar hægt ár fyrir hann og lék hann aðeins í einni mynd en hún heitir Locke og er uppáhalds myndin mín með honum. Hún gerist öll í bíl og þetta er bara mynd fyrir þá sem fíla Tom Hardy og leikin hans og rödd. Hans nýjasta mynd hans er svo The Drop sem kom út 2014 en hún er um hunda elskarann Bob sem vinnur á bar og tekur við og skiptir út peninga umslögum frá mafíunni. Góð mynd með smá plot twist í endann. Gaman er að segja frá því að hann leikur Mad Max í endurgerð sama leikstjóra George Miller á þessu ári og hlakka flesta eflaust til.