Fara í innihald

Tildurmosi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tildurmosi

Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
Fylking: Bryophyta
Flokkur: Bryopsida
Undirflokkur: Bryidae
Ættbálkur: Faxmosabálkur (Hypnales)
Ætt: Tildurmosaætt (Hylocomiaceae)
Ættkvísl: Hylocomium
Tegund:
H. splendens

Tvínefni
Hylocomium splendens

Tildurmosi fræðiheiti (Hylocomium splendens) er fjölær mosi sem vex á norðlægum slóðum nálægt heimskautasvæðum, oftast í þurru mólendi, kjarri og skógarbotnum. Hann er olífugrænn, gulleitur eða rauðleitur með rauðleitum stilk og greinum. Hann myndar tví- til þrífjaðraða sprota og vaxa nýir sprotar upp frá miðjum eldri sprotum. Þetta vaxtaform lætur mosann líkjast fjöðrum og gerir mosanum kleift að vaxa yfir aðra mosa og jarðveg.

Tildurmosi er notaður við blómaskreytingar og til að fóðra box til að flytja í grænmeti og ávexti. Hann var áður notaður sem yfirlag yfir moldargólf og í Alaska og Norður-Kanada var hann notaður til að þétta bjálkakofa. Hann inniheldur bakteríudrepandi efni [1]

Tildurmosi er algeng mosategund á Íslandi. Þar sem hann vex víða í breiðum og myndar afmarkaða árssprota er hann mjög heppilegur til mælinga á þungmálmum.[2][3] og mengunarmælinga [4].


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kimb, S. H. et al. (2007) "Antibacterial activities of some mosses including Hylocomium splendens from South Western British Columbia" Geymt 30 maí 2012 í Archive.today Institute for Aboriginal Health/Sciencedirect.com.
  2. „Þungmálmar í mosa - Náttúrufræðistofnun Íslands“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júlí 2017. Sótt 3. febrúar 2017.
  3. Sigurður H. Magnússon (2013). Þungamálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990-2010: áhrif iðjuvera[óvirkur tengill] (unnið fyrir Rio Tinto Alcan á Íslandi hf., Norðurál ehf., Elkem Ísland ehf. og Alcoa Fjarðaál). Skýrsla nr. NÍ-13003. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1670-0120
  4. Mosadauði í grennd gufuaflsvirkjana

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]