Thomas Keneally

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thomas Keneally (2012)

Thomas Michael Keneally (fæddur 7. október 1935), einnig þekktur sem Tom Keneally, er ástralskur rithöfundur. Hann tók upp nafnið Mick fram til ársins 1964 í þeirri von að fjölskylda hans myndi síður þekkja bækur hans, en byrjaði svo að nota fullt nafn sitt. Hann er helst þekktur fyrir skáldsögu sína Schindler's Ark (1982), sem vann Booker-verðlaunin og Steven Spielberg gerði síðar að frægri kvikmynd, Listi Schindlers (e. Schindler's List). Margar bóka hans byggjast á endurgerð sagnfræðilegra hluta þrátt fyrir að þær séu nýmóðins að stíl.