Thomas Jefferson-minnisvarðinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thomas Jefferson minnisvarðinn að kvöldlagi

Thomas Jefferson-minnisvarðinn er forsetaminnisvarði fyrir Thomas Jefferson (1743-1826) fyrrverandi Bandaríkjaforseta, staðsettur í Washington D.C. Jefferson var einn af fyrstu leiðtogum Bandaríkjanna og átti hann stórt hlutverk í skrifum stjórnarskrár landsins. Jefferson var fyrsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna undir þeirra fyrsta forseta, George Washington, annar varaforseti Bandaríkjanna undir öðrum forseta landsins, John Adams, og varð svo sjálfur þriðji forseti Bandaríkjanna (1801-1809). Var Jefferson einnig stoltur stofnandi Virginíuháskóla í Charlottesville[1].

Minnisvarðinn um Thomas Jefferson er staðsettur í Washington D. C., beint í suður frá Hvíta húsinu, við eina hlið í Tidal Basin tjörninni sem áður var hluti af Potomac ánni. Tidal Basin er þekkt fyrir að vera vera umkringd kirsuberjatrjám sem blómstra eftirminnilega vor hvert.

Minnisvarðinn samanstendur af byggingu í rómverskum stíl og styttu úr bronsi af Jefferson sjálfum. Byggingin var hönnuð af arkitektúrnum John Russell Pope og byggður af byggingarverktaka frá Fíladelfíu, John McShain. Bygging minnisvarðans hófst árið 1939 og stóð til ársins 1943. Styttuni af Jefferson var svo bætt við árið 1947. Árið 2007 komst minnisvarðinn í 4. sæti á lista yfir uppáhalds arkitektúr Bandaríkjanna sem settur var saman af Stofnun bandarískra arkitekta.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Guide to the Jefferson memorial“.