The Who
The Who | |
---|---|
![]() The Who (1975) | |
Upplýsingar | |
Uppruni | London |
Ár | 1964–1983, 1985, 1988, 1989, 1996–2025 |
Stefnur | rokk, harðrokk, kraftpopp |
Meðlimir | Roger Daltrey Pete Townshend |
Fyrri meðlimir | John Entwistle, Doug Sandom, Keith Moon, Kenney Jones |
Vefsíða | http://thewho.com/ |
The Who er ensk rokkhljómsveit sem stofnuð var árið 1964. Klassíska liðskipan sveitarinnar (1964–1978) var Roger Daltrey (söngur), Pete Townshend (gítar), John Entwistle (bassi) Keith Moon (trommur).
Með þekktari verkum sveitarinnar er platan Quadrophenia (1973). Hún er þemaplata og rokkópera líkt og platan Tommy (1969). The Who spiluðu á hinni goðsagnakenndu hippahátíð Woodstock árið 1969. Sveitin gat sér einnig orðspor með því að eyðileggja hljóðfæri sín á tónleikum.
Keith Moon, trommari sveitarinnar, lést árið 1978 og John Entwistle, bassaleikari, árið 2002. Zak Starkey, sonur Ringo Starr, spilaði með sveitinni frá 1996 til 2025. Sveitin fer í lokatónleikaferðalag sitt 2025. [1] The Who hlutu inngöngu í Frægðarhöll rokksins árið 1990.
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- My Generation (1965)
- A Quick One (1966)
- The Who Sell Out (1967)
- Tommy (1969)
- Who's Next (1971)
- Quadrophenia (1973)
- The Who by Numbers (1975)
- Who Are You (1978)
- Face Dances (1981)
- It's Hard (1982)
- Endless Wire (2006)
- Who (2019)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ The Who announce final tour and retirement: “All good things must come to an end” Guitar.com, sótt 19. maí, 2025