The West Wing (7. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sjöunda þáttaröðin af The West Wing var frumsýnd 25. september 2005 og sýndir voru 22 þættir.

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Leikkonan Kristin Chenoweth var gerð að aðalleikara.

Leikarinn John Spencer lést úr hjartaáfalli 16. desember 2005 og var þátturinn The Cold sá seinasti sem hann lék í áður en hann lést.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
The Ticket Debora Cahn Christopher Misiano 25.09.2005 1 - 133
Kosningabarátta Santos fer á fullt og verður Josh hissa á þeirri gagnrýni sem herferðin fær fyrir að velja Leo sem varaforsetaefni Santos. Á meðan er C.J. yfirheyrð af Oliver Babish vegna lekans.
The Mommy Problem Eli Attie Alex Graves 02.10.2005 2 - 134
Santos herferðin verður fyrir fjölmiðlaárás vegna stöðu sinnar gagnvart Bartlet stjórninni vegna lekans. Josh rekst á við Hvíta húsið og nýja samskiptafulltrúa herferðarinnar.
Message of the Week Lawrence O'Donnell, Jr. Christopher Misiano 09.10.2005 3 - 135
Vinick herferðin reynir að ráðast á Santos herferðina um innflytjendamál, málefni sem Santos hefur reynt að forðast.
Mr. Frost Alex Graves Andrew Bernstein 16.10.2005 4 - 136
C.J. reynir að stjórna Hvíta húsinu á meðan starfsmennirnir eru yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar á lekanum. Hættuástand byrjar að myndast í miðausturlöndunum sem getur haft áhrif á friðaráætlanir forsetans. Toby segir C.J. að það hafi verið hann sem lak upplýsingunum um hernaðar geimflaugina.
Here Today Peter Noah Alex Graves 23.10.2005 5 - 137
Toby er yfirheyrður af Oliver Babish og síðan rekinn af forsetanum. Josh reynir að hreinsa til í starfsmannahaldi Santos herferðarinnar. Ellie tilkynnir foreldrum sínum að hún er bæði ólétt og trúlofuð.
The Al Smith Dinner Eli Attie Leslie Linka Glatter 30.10.2005 6 – 138
Ráðist er á Santos herferðina fyrir stöðu sína gangvart fóstureyðingum sem færir bæði honum og Vinick óumbeðna athygli. Á stamatíma fær Will stöðuhækkun sem hann á erfitt með að takast á við.
The Debate Lawrence O´Donnel, Jr. Alex Graves 06.11.2005 7 - 139
Forsetaframbjóðendurnir taka þátt í kappræðu sín á milli. Þátturinn var sýndur í beinni útsendingu í Bandaríkjunum.
Undecideds Debora Cahn Christopher Misiano 04.12.2005 8 – 140
Santos heimsækir fjölskyldu blökkustráks sem skotinn var til bana af lögreglumanni af rómönskum uppruna. C.J reynir að koma í veg fyrir hættuástand milli Kína, Rússlands og Kasakstans. Á meðan þarf Will að undirbúa brúðkaup Ellie.
The Wedding Josh Singer Andrew Bernstein 11.12.2005 9 - 141
Bartlet heldur upp á brúðkaup Ellie, á samatíma reynir hann að koma í veg fyrir stríð milli Kína og Rússlands.
Running Mates Peter Noah Paul McCrane 08.01.2006 10 - 142
Leo gengur erfiðlega að undirbúa sig fyrir kappræðu varaforsetanna. Will og Kate fara á stefnumót. Santos tekur sér frí frá kosningabaráttunni til að heimsækja fjölskylduna sína.
Internal Displacement Bradley Whitford Andrew Bernstein 15.01.2006 11 - 143
C.J. reynir að koma á friði í Darfur á meðan ástandið milli Kína og Rússlands versnar. Á sama tíma kemst hún að því að Doug Westin tengdasonur forsetans hafi haldið framhjá konu sinni.
Duck and Cover Eli Attie Christopher Misiano 22.01.2006 12 - 144
Ástandið milli Rússlands og Kína í Kasakstans heldur áfram að aukast. Á sama tíma verður leki í kjarnakljúfi í Kaliforníu sem gæti leitt til stórslyss.
The Cold Debora Cahn og Lauren Schmidt (saga) Alex Graves 12.03.2006 13 - 145
Nýjustu tölur sýna að Santos og Vinick eru jafnir. Samband Josh og Donnu verður nánara. Forsetinn hittir forsetaframbjóðendurnar til að úskýra hvað er að gerast í Kasakstan. Þetta er seinasti þátturinn sem leikarinn John Spencer (Leo McGarry) lék í áður en hann lést.
Two Weeks Out Lawrence O'Donnell, Jr. Laura Innes 19.03.2006 14 - 146
Aðeins tvær vikur í kosningar og frambjóðendurnir eru farnir að finna fyrir því álagi sem fylgir kosningabaráttunni. Vinick fær óvænt tækifæri upp í hendurnar til að eyðileggja herferð Santos.
Welcome to Wherever You Are Josh Singer Matia Karrell 26.03.2006 15 – 147
Aðeins fimm dagar í kosningar og herferð Santos ferðast um helstu ríkin til að vinna inn atkvæði. Ríkissaksóknarinn ýtir á Toby til að gefa upp hver heimildarmaður hans var í lekanum.
Election Day Mimi Leder Lauren Schmidt 02.04.2006 16 - 148
Kosningadagurinn er runninn upp sem ýtir frekar undir álag starfsmanna herferðanna beggja. Josh og Donna sofa saman. Þátturinn endar á því að Annabeth finnur Leo meðvitundarlausan í herbergi hans.
Election Day (Part 2) Eli Attie og John Wells Christopher Misiano 09.04.2006 17 - 149
C.J. tilkynnir forsetanum andlát Leos og þátturinn endar á því að Santos er kosinn forseti Bandaríkjanna.
Requiem Eli Attie, Debora Cahn og John Wells Steve Shill 16.04.2006 18 - 150
Forsetinn ásamt nýjum og gömlum starfmönnum koma saman til að vera viðstaddir jarðaför Leos.
Transition Peter Noah Nelson McCormick 23.04.2006 19 - 151
Josh flýgur til Kaliforníu til að ræða við Sam Seaborn um starf í stjórn Santos. Aðgerðir Santos gagnvart Kasakstan málinu eru ekki vel liðnar af Bartlet stjórninni.
The Last Hurrah Lawrence O'Donnell, Jr. Tim Matheson 30.04.2006 20 - 152
Matt og Helen Santos reyna að aðlagast hinu nýja lífi þeirra. Vinick fær óvænt starfstilboð frá Santos.
Institutional Memory Debora Cahn Lesli Linka Glatter 07.05.2006 21 - 153
Starfmenn Hvíta húsins undirbúa sig fyrir það að yfirgefa staðinn. C.J. fær tvö vænleg starfstilboð og Will er óviss með framtíð sína.
Tomorrow John Wells Christopher Misiano 14.05.2006 22 - 154
Santos sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna á meðan Bartlet yfirgefur Hvíta húsið. Seinasta verk Bartlets sem forseti er að náða Toby.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]