The West Wing (6. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sjötta þáttaröðin af The West Wing var frumsýnd 24. október 2004 og sýndir voru 22 þættir.

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Leikararnir Alan Alda og Jimmy Smits bættust við sem verðandi forsetaefni flokkanna og leikkonan Mary McCormack gerðist hluti af aðalleikurunum sem persónan Kate Harper.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
NSF Thurmont John Wells Alex Graves 20.10.2004 1 - 111
Forsetinn reynir að koma á friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu eftir árásina á Gazasvæðinu.
The Birnam Wood John Wells Alex Graves 27.10.2004 2 - 112
Forsetinn heldur friðarviðræður milli Ísraels og Palestínu í Camp David. Þátturinn endar á því að forsetinn rekur Leo, sem fær hjartaáfall í miðjum skóginum.
Third-Day Story Eli Attie Christopher Misiano 03.11.2004 3 - 113
Starfsmennirnir rekast á við leiðtoga þingsins vegna friðarsamningana. Æðstu starfsmennirnir gera mistök í starfi þar sem enginn starfsmannastjóri er við lýði. Forsetinn ákveður að gera C.J. að starfsmannastjóra sínum.
Liftoff Debora Cahn Alex Graves 10.11.2004 4 - 114
C.J. reynir að koma sér fyrir sem hinn nýi starfsmannastjóri Hvíta hússins á meðan Toby og Donna leita að nýjum fréttaritara. Josh kynnist þingmanninum Matthew Santos frá Texas.
The Hubbert Peak Peter Noah Julie Hébert 17.11.2004 5 - 115
Josh prufukeyrir sportsjeppa sem endar á því að hann klessir honum á fjölknúinn bíl. Hefur þetta í för með sér að umhverfissinnar gagnrýna Hvíta húsið harðlega. Fréttaritarinn Annabeth Schott telur að hún geti þjálfað Toby í því að vera fréttaritari Hvíta Hússins.
The Dover Test Carol Flint Laura Innes 24.11.2004 6 – 116
Ráðist er á bandarískt friðargæslulið á Gazasvæðinu. Þingmaðurinn Matt Santos aðstoðar repúblikana við Patients' Bill of Rights frumvarpið.
A Change Is Gonna Come John Sacret Young og Josh Singer (sjónvarpshandrit)
John Sacret Young (saga)
Vincent Misiano 01.12.2004 7 - 117
Undirbúningur forsetans fyrir heimsókn hans til Kína versnar eftir að hann þiggur fána Taívans. Hefur það í för með sér að Kína byrjar að hervæðast og Charlie þarf að endurheimta fánann til þess að skila honum.
In the Room Lawrence O´Donnell, Jr. Alex Graves 08.12.2004 8 – 118
Afmælisveisla Zoey verður að umtalsefni fjölmiðla eftir að töframenn brenna bandaríska fánann. Forsetinn fær MS-kast um borð í forsetaflugvélinni á leiðinni til Kína. Josh er spurður af varaforsetanum hvort hann vilji vera kosningastjóri hans fyrir verðandi forsetakosningar.
Impact Winter Debora Cahn Lesli Linka Glatter 15.12.2004 9 - 119
Forsetinn á erfitt með að sitja fundi með kínverskum ráðamönnum. Josh byrjar að velta fyrir sér hver ætti að verða næsti forsetinn og flýgur til Houston til að tala við þingmanninn Matt Santos. Donna segir upp starfi sínu eftir að hafa verið hunsuð af Josh.
Faith Based Initiative Bradley Whitford Christopher Misiano 05.01.2005 10 - 120
Internetið er fullt af sögusögnum um kynhneigð C.J. sem neitar að gefa út yfirlýsingu. Donna byrjar að vinna hjá kosningaherferð varaforsetans. Santos ákveður að bjóða sig fram sem forseta með því skilyrði að Josh verði kosningastjóri hans.
Opposition Research Eli Attie Christopher Misiano 12.01.2005 11 - 121
Santos byrjar kosningaherferð sína í New Hampshire en rekst á við Josh um hvað kosningabaráttan á að vera um.
365 Days Mark Goffman Andrew Bernstein 19.01.2005 12 - 122
Daginn eftir seinustu stefnuræðu forsetans þá þarf starfsfólkið að sinna hættuástandi bæði í Norður-Kóreu og Bólivíu. Leo snýr aftur og byrjar að undirbúa seinustu 365 daga forsetans í starfi.
King Corn John Wells Alex Graves 26.01.2005 13 - 123
Forsetaframbjóðendur flokkanna ferðast til Iowa til að tala við kornræktendur. Josh á erfitt með að finna út hvernig hann eigi að leiðbeina Santos í kosningabaráttunni.
The Wake Up Call Josh Singer Laura Innes 09.02.2005 14 - 124
Bresk farþegaþota er skotin niður yfir Írak sem myndar alþjóðlegt hættuástand. C.J. og Abbey rökræða um hversu mikinn hvíldartíma forsetinn eigi að fá. Toby og lagaprófessorinn Lawrence Lessig vinna með erindsdrekum frá Hvíta-Rússalandi í þeim tilgangi að búa til nýja stjórnarskrá.
Freedonia Eli Attie Christopher Misiano 16.02.2005 15 – 125
Fimm dagar eru í fyrstu forkosningar demókrata í New Hampshire og reynir Josh að koma frambjóðanda sínum inn í kappræðu dagblaðs sem aðeins Russell og Hoynes eru hluti að. Josh og Santos rekast á hvernig best er að reka kosningabaráttuna.
Drought Conditions Debora Cahn Alex Graves 23.02.2005 16 - 126
C.J. reynir að finna staðgengil fyrir Josh, sem hún finnur í Clifford Calley. Josh og Toby rekast á og Toby segir C.J. frá því hvernig bróðir hans dó raunverulega.
A Good Day Carol Flint Richard Schiff 02.03.2005 17 - 127
Santos reynir að koma í veg fyrir að frumvarp repúblikana um stofnfrumurannsóknir sé samþykkt. Toby fær heimsókn frá nemendum úr miðskóla sem vilja ræða kosningaaldurinn. Kate þarf að koma í veg fyrir innrás kanadamanna.
La Palabra Eli Attie Jason Ensler 09.03.2005 18 - 128
Frambjóðendur demókrata berjast um Kaliforníu í forkosningunum og frumvarp um að banna innflytjendum um ökuskírteini hefur áhrif á kosningabaráttu þeirra.
Ninety Miles Away John Sacret Young Rol Holcomb 16.03.2005 19 - 129
Forsetinn þarf að ákveða hvaða leið hann eigi að fara í samskiptum Bandaríkjanna við Kúbu. Á sama tíma komast Leo og Kate að því að þau eiga meira sameiginlegt en þau áttu von á.
In God We Trust Lawrence O´Donnell, Jr. Christopher Misiano 23.03.2005 20 - 130
Öldungardeildarþingmaðurinn Arnold Vinick er kosinn forsetaefni repúblikana og fær ráðgjöf frá Bruno Gianelli um hvern hann eigi að velja sem varaforsetaefni sitt. Á meðan keppast Hoynes, Russell og Santos um hylli demókrata.
Things Fall Apart Peter Noah Nelson McCormick 30.03.2005 21 - 131
Forsetinn biður Leo um að sjá um ráðstefnu demókrata. Á sama tíma uppgvötar Hvíta húsið leka eftir að viðkvæmar upplýsingar um hernaðargeimflaug rata í fjölmiðlana.
2162 Votes John Wells Alex Grave 06.04.2005 22 - 132
Þrátt fyrir aðstoð frá Hvíta húsinu þá hefur ekki enn náðst að kjósa forsetaefni demókrata á ráðstefnunni. Josh reynir að leita uppi atkvæði fyrir Santos, þar á meðal frá Hoynes. Á sama tíma hitta Kate og Toby alríkisfulltrúanna sem eiga að finna þann sem lak upplýsingunum um hernaðargeimflaugina. Þátturinn endar á því að Matt Santos er valinn forsetaefni demókrata í verðandi forsetakosningum og velur Leo sem varaforsetaefni hans.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]