The New Yorker
![]() |
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
The New Yorker er bandarískt tímarit sem gefið er út af Condé Nast Publications og inniheldur fréttaskýringar, gagnrýni, ritgerðir, teiknimyndasögur, ljóð og skáldverk. Tímaritið kemur út 47 sinnum á ári. Fyrsta tölublaðið kom út 17. febrúar 1925.
Þótt tímaritið fjalli að mestu leyti um New York og menningarlífi borgarinnar, eru fjölmargir lesendur The New Yorker utan stórborgarinnar, einkum vegna hins góða orðspors sem það nýtur fyrir vandaða blaðamennsku og beitt skrif, sem og vegna þeirra úrvalsblaðamanna, gagnrýnenda og rithöfunda sem þar starfa. Meðal þeirra sem hafa starfað fyrir tímaritið í gegnum árin eru Truman Capote, Rachel Carson, Alice Munro, Dorothy Parker, E. B. White, Shirley Jackson, Woody Allen, Seymour Hersh og Philip Roth.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Vefsvæði The New Yorker (á ensku)