Fara í innihald

The Emotions

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The Emotions eru bandarísk söngsveit frá Chicago, upphaflega skipuð systrunum Wanda, Sheila, Pamela og Jeanette Hutchinson. Hún er þekktust fyrir smellina „Best of my love“ 1978 og „Boogie wonderland“ (í samstarfi við Earth, Wind and Fire) frá 1980. Þær hafa verið nefndar sem ein af áhrifamestu stúlknahljómsveitum allra tíma.

Upphaflega hét sveitin „The Hutchinson Sunbeams“ og söng gospeltónlist undir stjórn föður stúlknanna, Joe Hutchinson, frá 1962. Þær tóku síðar upp nafnið The Emotions og tóku að syngja sálartónlist og ryþmablús. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, So I Can Love You, kom út árið 1969 og var framleidd af Isaac Hayes og David Porter fyrir Stax Records. Þegar Stax lagði upp laupana 1975 flutti hljómsveitin sig til Columbia Records þar sem þær hófu samstarf við Maurice White úr Earth, Wind and Fire. Þar gáfu þær út breiðskífuna Rejoice með smellinum „Best of my love“ árið 1977 sem komst í 1. sæti Billboard-listans og árið 1979 tóku þær þátt í gerð diskólagsins „Boogie Wonderland“ ásamt Earth, Wind and Fire.

Síðasta stúdíóplata The Emotions, If I Only Knew, kom út hjá Motown árið 1985. Hljómsveitin hefur starfað með fjölda listamanna fram á síðustu ár.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.