The Chromatica Ball
Tónleikaferðalag Lady Gaga | |
![]() Gaga í London, 29. júlí 2022 | |
Staðsetning |
|
---|---|
Hljómplötur | Chromatica |
Upphafsdagur | 17. júlí 2022 |
Lokadagur | 17. september 2022 |
Fjöldi sýninga | 20 |
Heildartekjur | $112,39 milljónir[1] |
Lady Gaga – Tímaröð tónleika | |
![]() |
The Chromatica Ball var sjöunda tónleikaferðalag bandarísku söngkonunnar Lady Gaga til stuðnings við plötuna Chromatica (2020). Ferðin hófst 17. júlí 2022 í Düsseldorf og lauk 17. september 2022 í Miami Gardens. Upphaflega var ferðalagið hugsað sem sex tónleikar, en við bættust aðrar sýningar eftir að ferðinni hafði verið seinkað um tvö ár vegna COVID-19 faraldursins.[2]
Þetta var fyrsta tónleikaferð Gaga sem fór eingöngu fram á leikvöngum. Samkvæmt Billboard Boxscore skilaði The Chromatica Ball 112,4 milljónum dala í tekjur frá 834.000 seldum miðum.[1] Sýningin í Dodger Stadium í Los Angeles í september 2022 var tekin upp og sýnd á HBO og Max þann 25. maí 2024.[3]
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]Þessi lagalisti var notaður í sýningunni í Stokkhólmi, Svíþjóð, 21. júlí 2022.[4]
- „Bad Romance“
- „Just Dance“
- „Poker Face“
- „Alice“ (á eftir „Chromatica I“)
- „Replay“
- „Monster“
- „911“ (á eftir „Chromatica II“)
- „Sour Candy“
- „Telephone“
- „LoveGame“
- „Babylon“ (á eftir „Chromatica III“)
- „Free Woman“
- „Born This Way“
- „Shallow“
- „Always Remember Us This Way“
- „The Edge of Glory“
- „1000 Doves“
- „Fun Tonight“
- „Enigma“
- „Stupid Love“
- „Rain on Me“
- Aukalög
- „Hold My Hand“
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
„Sour Candy“
-
„Free Woman“
-
„Alice“
-
„Bad Romance“
-
„Hold My Hand“
Dagsetningar
[breyta | breyta frumkóða]Dagsetning (2022) | Borg | Land | Vettvangur |
---|---|---|---|
17. júlí | Düsseldorf | Þýskaland | Merkur Spiel-Arena |
21. júlí | Stokkhólmur | Svíþjóð | Friends Arena |
24. júlí | Saint-Denis | Frakkland | Stade de France |
26. júlí | Arnhem | Holland | GelreDome |
29. júlí | London | England | Tottenham Hotspur Stadium |
30. júlí | |||
6. ágúst | Torontó | Kanada | Rogers Centre |
8. ágúst | Washington, D.C. | Bandaríkin | Nationals Park |
11. ágúst | East Rutherford | MetLife Stadium | |
15. ágúst | Chicago | Wrigley Field | |
19. ágúst | Boston | Fenway Park | |
23. ágúst | Arlington | Globe Life Field | |
26. ágúst | Cumberland | Truist Park | |
28. ágúst | Hershey | Hersheypark Stadium | |
3. september | Tokorozawa | Japan | Belluna Dome |
4. september | |||
8. september | San Francisco | Bandaríkin | Oracle Park |
10. september | Los Angeles | Dodger Stadium | |
13. september | Houston | Minute Maid Park | |
17. september | Miami Gardens | Hard Rock Stadium |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Frankenberg, Eric (26 október 2022). „Lady Gaga Finishes The Chromatica Ball With $112 Million in Stadiums“. Billboard. Afrit af uppruna á 26 október 2022. Sótt 26 október 2022.
- ↑ Aswad, Jem (2 júní 2021). „Lady Gaga Postpones 'Chromatica Ball' Tour Until 2022“. Variety. Afrit af uppruna á 2 júní 2021. Sótt 2 júní 2021.
- ↑ Aswad, Jem (8 maí 2024). „Lady Gaga's 'Chromatica Ball' HBO Concert Special to Premiere May 25“. Variety. Sótt 8 maí 2024.
- ↑ Smith, Carl (21 júlí 2022). „Lady Gaga Chromatica Ball tour setlist 2022 in full: What will Gaga sing at stadium shows, what time is she on stage and who is her support act?“. Official Charts Company. Afrit af uppruna á 22 júlí 2022. Sótt 21 júlí 2022.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]