Fara í innihald

Theodore M. Andersson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ted Andersson)

Theodore M. Andersson – (Theodore Murdock Andersson) – (fæddur 1934) er prófessor (á eftirlaunum) í germönskum og íslenskum fræðum, m.a. við Háskólann í Indiana, Bandaríkjunum. Nú búsettur í Berkeley í Kaliforníu.

Theodore M. Andersson lærði germönsk fræði og tók doktorspróf við Yale-háskóla (1956–1961). Hann kenndi við Harvard-háskóla (1960–1975), Stanford-háskóla (1975–1995), og Indiana-háskóla (1995–1999). Doktorsritgerð hans fjallaði um Uppruna Íslendingasagna. Hann fékkst síðan jöfnum höndum við þýskar miðaldabókmenntir, einkum hetjukvæði, og íslenskar fornbókmenntir, einkum Íslendingasögur og konungasögur. Hann hefur einnig fengist við rannsóknir á Þiðriks sögu af Bern og Niflungaljóðum. Á síðari árum hefur hann einbeitt sér að konungasögum og þýtt á ensku Morkinskinnu (2000) og Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk Snorrason (2003).

Theodore M. Andersson var kjörinn heiðursdoktor frá Háskóla Íslands 28. febrúar 1987.

Haustið 2014 hélt Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ráðstefnu í tilefni af 800 ára afmæli Sturlu Þórðarsonar, þar flutti Ted Andersson opnunarfyrirlesturinn.

  • The Problem of Icelandic Saga Origins, a historical survey. Yale University Press 1964. — Yale Germanic Studies 1.
  • The Icelandic Family Saga, an analytic reading. Harvard University Press 1967. — Harvard Studies in comparative literature 28.
  • Early epic Scenery. Homer, Virgil and the medieval Legacy. Cornell University Press 1976. —
  • The Legend of Brynhild. Cornell University Press 1980. — Islandica 43.
  • A Preface to the Niebelungenlied. Stanford University Press 1987. —
  • The Growth of the Medieval Icelandic Sagas, 1180–1280. Cornell University Press 2006. —
  • The Partisan Muse in the early Icelandic Sagas (1200–1250). Cornell University Press 2012. — Islandica 55.
  • The Sagas of Norwegian Kings (1130–1265): An Introduction. Cornell University Press 2016. — Islandica 59.
Þýðingar
  • (Með William Ian Miller): Law and literature in medieval Iceland: Ljósvetninga saga and Valla-Ljóts saga. Stanford University Press, Stanford, CA 1989.
  • (Með Kari Ellen Gade): Morkinskinna: The Earliest Icelandic Chronicle of the Norwegian Kings (1030–1157). Cornell University Press, Ithaca, NY 2000. — Islandica 51.
  • Oddur Snorrason: The Saga of Olaf Tryggvason. Cornell University Press, Ithaca, NY 2002. — Islandica 52.
Greinar

Theodore M. Andersson hefur ritað fjölmargar greinar og bókakafla um íslenskar bókmenntir og ritmenningu miðalda, sjá skrár Landsbókasafns.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.