Túvalúska
Túvalúska er tungumál af pólýnesísku málaættinni, talað á Túvalú. Túvalúska er náskyld púkapúka, samósku og tókelásku, en saman mynda þessi mál hina elliseysku grein pólýnesískra mála, sem nefnd er eftir Túvalú, sem hét áður Elliseyjar (Ellice-eyjar). Málið er meira eða minna fjarskylt öðrum pólýnesískum tungumálum, svo sem havaísku, maórísku, tahítísku, og tongsku. Í túvalúsku er talsvert af tökuorðum úr samósku, tungumáli trúboða sem boðuðu kristna trú á eyjunum í lok 19. aldar og snemma á 20. öld.[1][2]
Íbúar Túvalú eru um 10.645 (skv. manntali frá 2017),[3] en áætlað er að fleiri en 13.000 tali túvalúsku á heimsvísu. Árið 2015 var áætlað að meira en 3.500 túvalúar byggju á Nýja-Sjálandi, en helmingur þeirra er fæddur þar og 65% túvalúa á Nýja Sjálandi kunna túvalúsku.[4]
Heiti málsins
[breyta | breyta frumkóða]Túvalúar hafa ýmsar nöfn yfir tungumál sitt. Á málinu sjálfu er það oft kallað te ggana Tuuvalu, eiginlega ‘túvalúska málið’, eða óformlega te ggana a tatou ‘tungumálið okkar’.[5] Vaitupi- og Funafuti-mállýskurnar eru saman þekktar sem staðalmál eyjanna sem kallast te 'gana māsani, ‘almenna málið’.[6] Áður var Túvalú kallað Elliseyjar (Ellice-eyjar) og túvalúska hefur því einnig verið kölluð elliseyska (e. Ellice eða Ellicean).[7]
Hljóðkerfi
[breyta | breyta frumkóða]Sérhljóð
[breyta | breyta frumkóða]Í túvalúsku hljóðkerfi eru fimm sérhljóð (/i/, /e/, /a/, /o/, /u/). Sérhljóðalengd er aðgreinandi, en öll sérhljóðin fimm koma fyrir bæði stutt og löng.
Stutt | Löng | |||
---|---|---|---|---|
Frammælt | Uppmælt | Frammælt | Uppmælt | |
Nálæg | i | u | iː | uː |
Miðlæg | e | o | eː | oː |
Fjarlæg | a | aː |
Engin tvíhljóð eru í túvalúsku, svo að öll einföld sérhljóð mynda eigið atkvæði. Til dæmis er taeao ‘á morgun’ borið fram í fjórum aðgreindum atkvæðum (ta-e-a-o).[8]
Samhljóð
[breyta | breyta frumkóða]Í túvalúsku eru 10 eða 11 samhljóð (/p/, /t/, /k/, /m/, /n/, /ŋ/, /f/, /v/, /s/, /h/, /l/), eftir mállýsku. Öll samhljóð koma fyrir bæði stutt og löng (tvöfölduð). Fónemið /ŋ/ er ritað ⟨g⟩. Öll önnur hljóð eru táknuð með bókstöfum sem samsvara IPA-táknum þeirra.
Varamælt | Tannbergsmælt | Gómfillumælt | Kokmælt | |
---|---|---|---|---|
Nefhljóð | m | n | ŋ ⟨g⟩ | |
Lokhljóð | p | t | k | |
Önghljóð | f v | s | h[a] | |
Hliðarhljóð | l |
- ↑ /h/ er aðeins notað að takmörkuðu leyti í Nukulaelae-mállýskunni.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ager, Simon. „Tuvaluan (Te 'gana Tūvalu)“. Omniglot. Sótt 6 nóvember 2012.
- ↑ Munro, D. (1996). „The Covenant Makers: Islander Missionaries in the Pacific“. Í Munro, D.; Thornley, A. (ritstjórar). Samoan Pastors in Tuvalu, 1865-1899. Suva, Fiji, Pacific Theological College and the University of the South Pacific. bls. 124–157.
- ↑ Ministry of Education and Sports; Ministry of Finance and Economic Development; United Nations System in the Pacific Islands (apríl 2013). „Tuvalu: Millennium Development Goal Acceleration Framework – Improving Quality of Education“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 13 febrúar 2014. Sótt 13 október 2013.
- ↑ „Tuvalu Language Week kicks off today“. TV3. MediaWorks TV. 27. september 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. september 2015. Sótt 27. september 2015.
- ↑ Besnier 2000.
- ↑ Ager, Simon. „Tuvaluan (Te 'gana Tūvalu)“. Omniglot. Sótt 6 nóvember 2012.Ager, Simon. "Tuvaluan (Te 'gana Tūvalu)". Omniglot. Retrieved 6 November 2012.
- ↑ „Tuvaluan“. Catalogue of Endangered Languages. 2020. Sótt 16 nóvember 2020.[óvirkur tengill]
- ↑ Kennedy 1954.