Fara í innihald

Túvalúska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Upptaka af túvalúskumælandi manni að nafni Paulo

Túvalúska er tungumál af pólýnesísku málaættinni, talað á Túvalú. Túvalúska er náskyld púkapúka, samósku og tókelásku, en saman mynda þessi mál hina elliseysku grein pólýnesískra mála, sem nefnd er eftir Túvalú, sem hét áður Elliseyjar (Ellice-eyjar). Málið er meira eða minna fjarskylt öðrum pólýnesískum tungumálum, svo sem havaísku, maórísku, tahítísku, og tongsku. Í túvalúsku er talsvert af tökuorðum úr samósku, tungumáli trúboða sem boðuðu kristna trú á eyjunum í lok 19. aldar og snemma á 20. öld.[1][2]

Íbúar Túvalú eru um 10.645 (skv. manntali frá 2017),[3] en áætlað er að fleiri en 13.000 tali túvalúsku á heimsvísu. Árið 2015 var áætlað að meira en 3.500 túvalúar byggju á Nýja-Sjálandi, en helmingur þeirra er fæddur þar og 65% túvalúa á Nýja Sjálandi kunna túvalúsku.[4]

Heiti málsins

[breyta | breyta frumkóða]

Túvalúar hafa ýmsar nöfn yfir tungumál sitt. Á málinu sjálfu er það oft kallað te ggana Tuuvalu, eiginlega ‘túvalúska málið’, eða óformlega te ggana a tatou ‘tungumálið okkar’.[5] Vaitupi- og Funafuti-mállýskurnar eru saman þekktar sem staðalmál eyjanna sem kallast te 'gana māsani, ‘almenna málið’.[6] Áður var Túvalú kallað Elliseyjar (Ellice-eyjar) og túvalúska hefur því einnig verið kölluð elliseyska (e. Ellice eða Ellicean).[7]

Hljóðkerfi

[breyta | breyta frumkóða]

Sérhljóð

[breyta | breyta frumkóða]

Í túvalúsku hljóðkerfi eru fimm sérhljóð (/i/, /e/, /a/, /o/, /u/). Sérhljóðalengd er aðgreinandi, en öll sérhljóðin fimm koma fyrir bæði stutt og löng.

Sérhljóð
Stutt Löng
Frammælt Uppmælt Frammælt Uppmælt
Nálæg i u
Miðlæg e o
Fjarlæg a

Engin tvíhljóð eru í túvalúsku, svo að öll einföld sérhljóð mynda eigið atkvæði. Til dæmis er taeao ‘á morgun’ borið fram í fjórum aðgreindum atkvæðum (ta-e-a-o).[8]

Í túvalúsku eru 10 eða 11 samhljóð (/p/, /t/, /k/, /m/, /n/, /ŋ/, /f/, /v/, /s/, /h/, /l/), eftir mállýsku. Öll samhljóð koma fyrir bæði stutt og löng (tvöfölduð). Fónemið /ŋ/ er ritað ⟨g⟩. Öll önnur hljóð eru táknuð með bókstöfum sem samsvara IPA-táknum þeirra.

Samhljóð
Varamælt Tannbergsmælt Gómfillumælt Kokmælt
Nefhljóð m n ŋ ⟨g⟩
Lokhljóð p t k
Önghljóð f v s h[a]
Hliðarhljóð l
  1. /h/ er aðeins notað að takmörkuðu leyti í Nukulaelae-mállýskunni.
  1. Ager, Simon. „Tuvaluan (Te 'gana Tūvalu)“. Omniglot. Sótt 6 nóvember 2012.
  2. Munro, D. (1996). „The Covenant Makers: Islander Missionaries in the Pacific“. Í Munro, D.; Thornley, A. (ritstjórar). Samoan Pastors in Tuvalu, 1865-1899. Suva, Fiji, Pacific Theological College and the University of the South Pacific. bls. 124–157.
  3. Ministry of Education and Sports; Ministry of Finance and Economic Development; United Nations System in the Pacific Islands (apríl 2013). „Tuvalu: Millennium Development Goal Acceleration Framework – Improving Quality of Education“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 13 febrúar 2014. Sótt 13 október 2013.
  4. „Tuvalu Language Week kicks off today“. TV3. MediaWorks TV. 27. september 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. september 2015. Sótt 27. september 2015.
  5. Besnier 2000.
  6. Ager, Simon. „Tuvaluan (Te 'gana Tūvalu)“. Omniglot. Sótt 6 nóvember 2012.Ager, Simon. "Tuvaluan (Te 'gana Tūvalu)". Omniglot. Retrieved 6 November 2012.
  7. „Tuvaluan“. Catalogue of Endangered Languages. 2020. Sótt 16 nóvember 2020.[óvirkur tengill]
  8. Kennedy 1954.