Fara í innihald

Tölvuárás

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tölvuárás er árás sem beinist að tölvukerfum og hugbúnaðarkerfum. Misjafnt er hvers eðlis árásirnar eru en algengast er að þær beinist að opinberum aðilum svo sem ríkisstofnunum eða stórfyrirtækjum.[1] Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hafa rússneskir tölvuþrjótar stundað ítrekaðar tölvuárásir á innviði bæði á Íslandi og í Evrópu. Má þar nefna að gerðar voru nokkrar tölvuárásir á íslenskar stofnanir þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldinn í Reykjavík vorið 2023.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „What is a Cyberattack? | IBM“. www.ibm.com (enska). 15 ágúst 2021. Sótt 15. desember 2024.
  2. „Tölvuárásir - Vísir“. visir.is. Sótt 15. desember 2024.