Töluleg greining

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Töluleg greining með aðstoð tölvulíkans árið 1998.

Töluleg greining er grein innan stærðfræði sem notast við tölulega námundun til að leysa raunveruleg vandamál með stærðfræðigreiningu. Töluleg greining er notuð í verkfræði og raunvísindum, og hefur líka verið beitt á líkön í félagsvísindum, læknisfræði, viðskiptafræði og jafnvel hugvísindum. Með aukinni reiknigetu tölva hefur verið hægt að smíða sífellt nákvæmari og stærri líkön. Dæmi um tölulega greiningu eru venjulegar afleiðujöfnur í stjarnhreyfingafræði, töluleg línuleg algebra notuð við gagnagreiningu, slembiafleiðujöfnur og Markovskeðjur notaðar til að líkja eftir lifandi frumum í læknisfræði og líffræði. Töluleg greining er notuð við gerð veðurlíkana, útreikninga á ferlum geimfara, gerð árekstrarlíkana bílaframleiðenda, mat á virði áhættusjóða, ákvarðanir um verð flugmiða og tryggingastærðfræði.

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.