Tóbagó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Scarborough er höfuðstaður eyjunnar.
Sveitarfélög Tóbagó.
Strönd við Castara á Tóbagó.

Tóbagó er eyja í Karíbahafi og sú minni af tveimur megineyjum ríkisins Trínidad og Tóbagó. Tóbagó liggur í norðaustur af Trínidad og 160 km norður af Venesúela. Stærð er um 300 km² en með nálægum smáeyjum, Litla Tóbagó, St. Giles Eyju, Geita Eyju (Goat island) og Systraskeri (Sisters rock) fer hún upp í 303 km². Hæsti punktur á Tóbagó er Dúfnatindur (Pigeon Peak); 550 metrar. 61.000 manns búa á Tóbagó (2011).

Tvö af 11 umdæmum landsins eru á eyjunni. Umdæmisbær Vestur-Tóbagó er Scarborough með um 18.000 íbúa. Scarborough er einnig höfuðstaður eyjunnar. Höfuðstaður umdæmisins Austur-Tóbagó er Roxborough.

Á nýlendutímanum skipti eyjan um hendur 33 sinnum en parísarsamkomulagið lét Bretum eyjuna í té. Árið 1962 hlaut eyjan sjálfstæði ásamt Trínidad.

Tóbagó er þekkt fyrir baðstrendur og kórala. Þar er regnskógur sem hefur verið verndaður frá 1776. Flestir íbúanna eru af afrískum uppruna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]