Saurvogur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sørvágur)
Saurvogur
Höfnin
Staðsetning Saurvogs á Færeyjakorti

Saurvogur (færeyska: Sørvágur, einnig Seyrvágur, danska: Sørvåg) er þorp á eyjunni Vogum í Færeyjum og hluti af sveitarfélaginu Saurvogi. Íbúar voru tæp 1000 árið 2013. Fyrsta fiskiverksmiðja eyjanna var byggð þar árið 1952. Nálægt bænum er millilandaflugvöllur Færeyja, Vogaflugvöllur.

Sumarhátíðin Vestanstevna er haldin af bæjunum Miðvogi og Sandavogi ásamt Saurvogi í júlí. Henni svipar til Ólafsvöku.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Sørvágur“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. apríl 2017.