Fara í innihald

Sögusvið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sögusvið er sögutími og landfræðileg staðsetning í frásögn, hvort sem er í skáldskap eða fræðiritum. Sögusviðið myndar samhengi og bakgrunn sögunnar. Sögusviðið getur falið í sér vísanir til sérstakrar menningar, sögulegs tímabils, landfræði og tíma. Sögusvið er sérstakur frásagnarþáttur, sem er hluti af uppbyggingu frásagnarinnar, ásamt fléttu, persónusköpun, söguefni og frásagnarhætti.

Söguheimur er sérstök tegund sögusviðs þar sem mikil vinna er lögð í að skapa nýtt eða óvenjulegt samhengi og þróa það síðan áfram í mörgum sögum. Slíkir söguheimar eru eitt af því sem einkennir furðusögur.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.