Fara í innihald

Svo skal böl bæta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svo skal böl bæta er skáldsaga eftir Oddnýju Guðmundsdóttur sem kom út árið 1943, útgefin af Víkingsútgáfunni.

Ritdómur[breyta | breyta frumkóða]

Magnús Ásgeirsson skrifaði ritdóm um bókina í tímaritið Helgafell, og segir þar að bókin sé frumsmíð, en segir svo að bókin sé

venju fremur laus við ýmsar byrjendaveilur, einnig þær, sem benda stundum til þess, að hinum unga höfundi sé meira niðri fyrir en lítt þjálfaðir hæfileikar hennar nái að túlka með æskilegum árangri. Ég held, að nokkuð sé til í því, sem einhver sagði við mig um bókina, að hún væri ískyggilega laus við skemmtilega galla. Hér eru engin gönuskeið, frásögnin raunsæ og greindarleg, en jafnframt yfir henni eitthvert litleysi eða grámóska, ungum höfundum hættir oft til þess að vera of samhuga söguhetjum sínum, en hér virðir skáldkonan þær fyrir sér úr nokkrum fjarska, af svo eindregnum hlutleysi, að lesandanum finnst einatt þetta fárok koma sér of litið við til þess að láta sig örlög þess miklu skipta. Það er fulllítið um frásagnargleði í bókinni, til þess að lesandinn verði var þeirrar skáldhrifningar og hlutdeildar, sem jafnvel gáfaði höfundar mega ekki án vera. Mér finnst ekki fullséð af þessari bók, hvort hér er efnilegt sagnaskáld á verðinni eða ekki, en ég þykist viss um, að Oddný Guðmundsdóttir gæti orðið mjög liðtækur höfundur á öðrum sviðum, þar sem næg verkefni og engu óvirðulegri en miðlungsskáldskapur bíða gáfaðri og ritfærra manna og kvenna.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Tímaritið Helgafell (Reykjavík 1942-1955) 1944; 3(1-4): S:130 – 133
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.