Fara í innihald

Suður-Víetnam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ríkið Víetnam
(1954–1955)
Lýðveldið Víetnam
(1955–1975)
Việt Nam Cộng hòa
République du Viêt Nam
Fáni Suður-Víetnam Skjaldarmerki Suður-Víetnam
Fáni Skjaldarmerki
(1963–1975)
Kjörorð:
Tổ Quốc – Danh Dự – Trách Nhiệm (Víetnamska)
Heimaland - Heiður - Skylda
Þjóðsöngur:
Tiếng gọi thanh niên
Staðsetning Suður-Víetnam
Höfuðborg Saígon
Opinbert tungumál víetnamska
franska
Stjórnarfar Eininga lýðveldi, forsetaræði
(1955–1975)

Forseti Ngô Đình Diệm (1955–1963)
Herforingjastjórn (1963–1967)
Nguyễn Văn Thiệu (1967–1975)
Trần Văn Hương (1975)
Dương Văn Minh (1975)
Ekki til 30 apríl, 1975
 • Ríkið Víetnam stofnað 1949 
 • Skipting 21 júlí, 1954 
 • Fyrsta lýðveldið boðað 26 október, 1955 
 • Byrjun Víetnamstríðsins 1 nóvember, 1955 
 • 1963 valdarán 1 nóvember, 1963 
 • Annað lýðveldið stofnað 1 apríl, 1967 
 • París friðarsamkomulagið 27 janúar, 1973 
 • Fall Saígon 30 apríl, 1975 
Flatarmál
 • Samtals

173.809 km²
Gjaldmiðill đồng
Tímabelti UTC+8 (Saigon Standard Time (SST))
Ekið er hægra megin

Lýðveldið Víetnam (víetnamska: Việt Nam Cộng hòa; franska République du Viêt Nam), almennt kallað Suður-Víetnam var ríki í Suðaustur-Asíu á árunum 1955-1975. Það var fyrst þekkt sem Ríkið Víetnam þegar það var undir stjórn Frakka. Það varð lýðveldi 1955, á tíma þar sem Víetnam var skipt í tvo hluta með Suður-Víetnam sem partur af Vesturblokknum og Norður-Víetnam sem partur af Austurblokknum.

Fullveldi Lýðveldisins Víetnam var viðurkennt af 88 þjóðum, það náði þó ekki aðild að Sameinuðu Þjóðunum vegna notkun neitunarvalds Sovétmanna 1957. Eftir Fall Saígon tók Lýðveldi Suður-Víetnam við af Lýðveldi Víetnam. Árið 1976 sameinuðust Lýðveldi Suður-Víetnam og Alþýðuveldi Víetnam sem varð að stofnun Sosíalska Lýðveldi Víetnam.[1]

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Við stofnun var Suður-Víetnam þingbundin konungsstjórn með fyrrum keisara Bảo Đại sem þjóðhöfðingja. Hann var óvinsæll meðal fólksins sem sá aðalsmenn í Víetnam sem samstarfsmenn Frakka. Sérstaklega sterk var þessi kennd gagnvart Bảo Đại sem hafði eytt mikið af valdatíð sinni í Frakklandi.

Árið 1955 hélt forsætisráðherran Ngô Đình Diệm þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi stöðu Suður-Víetnam sem konungsríki. Í þjóðaratkvæðisgreiðslu sem margir hafa sagt hafi verið fölsk þá voru 98% víetnama sammála því að víkja keisaranum úr embætti. Yfir 380.000 fleiri kjósendur tóku part í atkvæðisgreiðslunni en voru staðfestir kjósendur. Í Saígon fékk Diệm 133% af atkvæðum. Diệm boðaði til Lýðveldi Víetnam með honum sjálfum sem fyrsta forseta þess.

Árið 1963 varð valdarán gagnvart Diệm þar sem herforinginn Dương Văn og aðrir yfirmenn hersins drápu hann og tóku völd, þetta valdarán var stutt af Bandaríkjunum og CIA. Þessi herforingjastjórn var stutt þar sem Nguyễn Khánh herforingi steypti Văn af stóli janúar 1964.

Árið 1967 var þinginu breytt frá einni deild yfir í tvær deildir; fulltrúadeildin (Hạ Nghị Viện) sem var neðri deildin og öldungadeildin (Thượng Nghị Viện) sem var efri deildin. Við fyrstu kosningar þess kerfis var Nguyễn Văn Thiệu frambjóðandi hersins kosinn með flest atkvæði.

Thiệu var endurkjörinn með engri mótstöðu árið 1971, þar fékk hann 94% af atkvæðunum með 87% kjörsókn. Thiệu réð landinu í síðustu daga stríðsins en þá tók varaforseti hans Trần Văn Hương við í viku, en var tekinn úr embætti 27. apríl af báðum deildum þingsins. Dương Văn Minh var valinn sem næsti forsetinn og hann réð landinu þangað til Suður-Víetnam gafst upp 30. apríl 1975.

  • 1946–1947 Sjálfstjórnar Lýðveldi Kótsínsína (Chính phủ Cộng hoà Nam Kỳ tự trị). Stofnun þess ríkis, á meðan stóð á fyrri Indókínastyrjöldinni (1946–1954), leyfði Frökkum að komast undan því loforði að viðurkenna Víetnam sem sjálfstætt ríki. Ríkisstjórnin var endurnefnd árið 1947 Bráðabirgða Ríkisstjórn Suður-Víetnam. Sem gaf til kynna áætlun þeirra til að sameina allt Víetnam.[2]
  • 1948–1949 Bráðabirgða Meginríkisstjórn Víetnam (Chính phủ lâm thời Quốc gia Việt Nam). Þessi for-Víetnam ríkisstjórn undirbúði sig fyir sameinað Víetnamskt ríki, en vandamál varðandi löglegu stöðu Kótsínsína varð til þess að það var frestað um ár.
  • 1949–1955 Ríki Víetnam (Quốc gia Việt Nam). Viðurkennt alþjóðlega árið 1950. Um það bil 60% af Víetnömsku landsvæði var undir stjórn kommúnista Việt Minh. Víetnam var svo skipt upp á 17 hliðstæðunni árið 1954.
    • Bảo Đại (1949–1955). Sagði af sér sem keisari (þingbundin krúnuberi) árið 1945 eftir uppgjöf Japans í Seinni heimsstyrjöldinni, seinna var hann þjóðhöfðingi frá 1949 til ársins 1955.
  • 1955–1975 Lýðveldið Víetnam (Việt Nam Cộng Hòa). Barðist í Víetnamstríðinu (1959–1975) á móti Ríkisstjórn Alþýðuveldis Víetnam í Hanoí.
  • 1975–76 Bráðabirgða Byltingarríkisstjórn Lýðveldisins Suður-Víetnam (Chính phủ Cách mạng lâm thời Cộng hoà miền Nam Việt Nam)

Ráðuneyti

[breyta | breyta frumkóða]

Suður-Víetnam hafði eftirfarandi ráðuneyti:

  • Menningar- og menntamálaráðuneytið (Bộ Văn hóa Giáo dục) á 33–5 Lê Thánh Tôn[3]: 243 
  • Fjármálaráðuneytið (Bộ Ngoại giao) á 4–6 Rue Colombert (nú 4–6 Alexandre de Rhodes)[3]: 161–2 
  • Ministry of Health (Bộ Y tế) á 57–9 Hong Thap Tu (nú 57-9 Nguyễn Thị Minh Khai)[3]: 330 
  • Dómsmálaráðuneytið (Bộ Tư pháp) á 47 Lê Duẩn[3]: 290 
  • Varnamálaráðuneytið (Bộ Quốc phòng) á 63 Lý Tự Trọng[3]: 139–40 
  • Lögreglumálaráðuneytið (Bộ Tư lệnh Cảnh sát Quốc gia) á 258 Nguyễn Trãi[3]: 466 
  • Opinberra framkvæmda- og fjarskiptamálaráðuneytið (Bộ Công chính và Truyền thông) á 92 Nam Kỳ Khởi Nghĩa[3]: 191 
  • Byltingarþrónuarmálaráðuneytið

Utanríkismál

[breyta | breyta frumkóða]
Alþjóðasamskipti Lýðveldisins Víetnam
[4]
Heimsálfa Land
Asía (22) Barein, Búrma, Filippseyjar, Indland, Indónesía, Íran, Ísrael, Japan, Jórdanía, Kúveit, Kambódía, Lýðveldið Kína, Lýðveldið Kórea, Laos, Líbanon, Malasía, Nepal, Katar, Sádi-Arabía, Singapúr, Taíland, Tyrkland
Evrópa (20) Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lúxemborg, Mónakó, Noregur, Portúgal, San Marínó, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Vestur-Þýskaland
Norður-Ameríka (14) Bandaríkin, Dóminíska lýðveldið, El Salvador, Grenada, Guatemala, Haítí, Hondúras, Jamaíka, Kanada, Kosta Ríka, Mexíkó, Níkaragva, Panama, Trínidad og Tóbagó
Suður-Ameríka (10) Argentína, Bólivía, Brasilía, Ekvador, Gvæjana, Paragvæ, Perú, Síle, Úrúgvæ, Venesúela
Afríka (22) Botsvana, Eþíópía, Gana, Fílabeinsströndin, Gínea-Bissá, Kamerún, Kenía, Lesótó, Líbería, Malaví, Marokkó, Mið-Afríkulýðveldið, Níger, Nígería, Rúanda, Senegal, Síerra Leóne, Suður-Afríka, Svasíland, Tógó, Túnis, Efri-Volta, Sáír
Ástralía (5) Ástralía, Fídji, Nýja-Sjáland, Tonga, Vestur-Samóa
Lönd sem viðurkenndu fulllveldi Lýðveldisins Víetnam (Suður-Víetnam) 7. ágúst, 1958.
  Lýðveldið Víetnam
  Alþýðuveldið Víetnam
  Lönd sem formlega viðurkenndu Lýðveldi Víetnam
   Lönd sem viðurkenndu fullveldi Lýðveldisins Víetnam algjörlega de jure
  Lönd sem viðurkenndu fullvedi Lýðveldisins Víetnam de facto

Suður-Víetnam hafði diplómatísk samskipti við Ástralíu, Brasilíu, Kambódíu (uns 1963 og svo frá 1970), Kanada, Lýðveldi Kína, Frakkland, Indónesíu (uns 1964), Íran, Japan, Laos, Nýja Sjáland, Filipseyjar, Sádí-Arabíu, Singapúr, Lýðveldi Kóreu, Spán, Taíland, Bretland, Bandaríkin, Vatíkanið og Vestur-Þýskaland.

Samband við Bandaríkin

[breyta | breyta frumkóða]

Suður-Víetnam hafði mjög náið samband með Bandaríkjunum og var veggur Bandaríkjanna á móti kommúnísmanum í Suður-Asíu. Þetta var oft kallað Dominókenningin.

Bandaríkjaforsetin Johnson að ráðfæra Suður-Víetnamska forsetanum Nguyễn Văn Thiệu þann júlí 1968.

Á Genfarráðstefnunni varð yfirlýsing að kosningar yrðu haldnar í báðum Víetnömum 1956 til að ákveða ríkisstjórn sameinaða Víetnam. Hvorki Bandaríkin né Ríkið Víetnam skrifuðu undir eitthvað á ráðstefnunni. Varðandi spurninguna um sameiningu, þá voru fulltrúar Víetnam sem ekki voru kommúnistar verulega á móti skiptingu Víetnam. En töpuðu því málefni þegar frakkar samþykktu tillögu fulltrúa Viet Minh Phạm Văn Đồng[5], sem lagði fram tillögu um að Víetnam yrði endanlega sameinað með kosningum undir umsjón staðbundnum nefndum.[6] Bandaríkin lögðu aðra tillögu fram þar sem kosningar yrðu haldnar með umsjón Sameinuðu Þjóðunum, Bretland og Suður-Víetnam samþykktu þessa tillögu,[7] en það var neytað af Sóvetríkjunum og Norður-Víetnam. [7] Dwight D. Eisenhower Bandaríkjaforseti skrifaði árið 1953 að ''Ég hef aldrei talað eða átt samræður við persónu sem er fróður í Indókínverskum málefnum sem var ekki sammála því að hefðu verið kosningar á þeim tíma sem barist var, hefðu mögulega 80% af fólksfjöldanum kosið kommúnistan Ho Chi Minh sem leiðtoga þeirra í stað þjóðhöfðingjan Bảo Đại. Raunar er skorturinn á leiðsögn og drif á part Bảo Đại þáttur í tilfinningu Víetnama að þeir hefðu ekkert að berjast fyrir.''[8] Samkvæmt Pentagon Bréfunum, frá 1954 til 1956: ''Ngô Đình Diệm framkvæmdi í raun kraftaverk'' í Suður-Víetnam:[9] ''Það er næstum klárt að fyrir 1956 muni hlutfall þess sem hefðu mögulega kosið Ho í frjálsum kosningum á móti Diệm verið mun minna en 80%.''[10] Árið 1957 sögðu sjálfstæðir áheyrnarfulltrúar fyrir hönd Alþjóðlega sakamáladómstólinn frá því að frjálsar, óhlutdrægar kosningar væru ómögulegar, þeir sögðu að hvorki Norður- né Suður-Víetnam hefðu virt vopnahléssamninginn.[11]


Þegar bæði Víetnöm náðu ekki að sameinast með kosningum varð að stofnun Þjóðarfrelsisfylkingin fyrir Suður-Víetnam í Norður-Víetnam, þeir framkvæmdu gúrilla baráttur á móti Suður-Víetnömsku ríkisstjórninni. Hanoi skipaði þessar árásir, sem uxu í afli með tímanum. Bandaríkin, undir forseta Eisenhower upprunalega sendu hernaðarráðgjafa til að þjálfa Suður-Víetnamska herinn. Eins og sagnfræðingurinn James Gibson dró saman stöðuna: „Stefnumarkandi þorp höfðu mistekist... Suður-víetnamska stjórnin var ófær um að vinna til sín bændastéttina vegna stéttargrunns síns meðal landeigenda. Reyndar var ekki lengur um að ræða „stjórn“ í skilningi tiltölulega stöðugs stjórnmálasambands og virkrar stjórnsýslu. Í staðinn höfðu borgaraleg stjórnsýsla og hernaðaraðgerðir nánast stöðvast. Þjóðfrelsisfylkingin hafði náð miklum árangri og var nálægt því að lýsa yfir bráðabirgðabyltingarstjórnum á stórum svæðum.“[12] Forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, fjórfaldaði fjölda ráðgjafa í landinu og leyfði þeim að taka þátt í hernaðaraðgerðum, og samþykkti síðar að forseti Diệm yrði steypt af stóli í valdaráni hersins.

Eftir að hafa lofað að gera það ekki í kosningabaráttunni 1964, ákvað forseti Lyndon B. Johnson árið 1965 að senda mun meiri fjölda hermanna, og átökin jókust stöðugt þar til þau urðu það sem almennt er kallað Víetnamstríðið. Árið 1968 hætti Þjóðfrelsisfylkingin (NFL) að vera virk bardagahreyfing eftir Tết-uppreisnina, og stríðið var þá að miklu leyti tekið yfir af reglulegum herdeildum Norður-Víetnam.

Eftir að Bandaríkin drógu herlið sitt úr stríðinu árið 1973, hélt Suður-Víetnam áfram að berjast gegn Norður-Víetnam, uns hún gaf sig á grundvelli hefðbundinnar innrásar norðurmanna þann 30. apríl 1975, á deginum þegar Saigon fell. Norður-Víetnam tók stjórn á Suður-Víetnam með hernámi, en Bráðabirgðastjórn Lýðveldisins Suður-Víetnam, sem NLF hafði lýst yfir í júní 1969, varð nafnstjórn. Norður-Víetnam fór fljótt að veikja stöðu ókommúnista í bráðabirgðastjórninni og sameinaði Suður-Víetnam við kommúnista norðurhlutann. Sameinaða sósíalíska lýðveldið Víetnam var formlega stofnað 2. júlí 1976.

Sendiráð Lýðveldisins Víetnam í Washington gaf 527 spólur af Suður-Víetnömskum myndum til bókasafns bandaríkjaþings í tilveru lokun sendiráðsins eftir fall Saígon, þau eru enn í bókasafninu í dag. [13]

  1. www1.mms.is https://www1.mms.is/loend/country.php?id=138. Sótt 1 maí 2025. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  2. Devillers, Philippe (1952). Histoire du Viêt-Nam de 1940 à 1952 (franska). Paris: Éditions du Seuil. bls. 418–419.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 3,6 Doling, Tim (2019). Exploring Saigon-Cholon – Vanishing Heritage of Ho Cho Minh City. Thế Giới Publishers. ISBN 978-604-77-6138-8.
  4. "A Foreign Policy of Independence and Peace". Vietnam Bulletin. Vol XI No 1 January 1974. pp 4–5
  5. The Pentagon Papers (1971), Beacon Press, vol. 3, p. 134.
  6. The Pentagon Papers (1971), Beacon Press, vol. 3, p. 119.
  7. 7,0 7,1 The Pentagon Papers (1971), Beacon Press, vol. 3, p. 140.
  8. Dwight D. Eisenhower. Mandate for Change. Garden City, New Jersey. Doubleday & Company, 1963, p. 372.
  9. The Pentagon Papers (1971), Beacon Press, vol. 3, p. 252.
  10. The Pentagon Papers (1971), Beacon Press, vol. 3, p. 246.
  11. Woodruff, Mark (2005). Unheralded Victory: The Defeat of The Viet Cong and The North Vietnamese. Arlington, Virginia: Presidio Press. ISBN 0-8914-1866-0. P.6: "The elections were not held. South Vietnam, which had not signed the Geneva Accords, did not believe the Communists in North Vietnam would allow a fair election. In January 1957, the ICC, comprising observers from India, Poland, and Canada, agreed with this perception, reporting that neither South nor North Vietnam had honored the armistice agreement. With the French gone, a return to the traditional power struggle between north and south had begun again."
  12. James Gibson, The Perfect War: Technowar in Vietnam (Boston/New York: The Atlantic Monthly Press, 1986), p. 88.
  13. Johnson, Victoria E. „Vietnam on Film and Television: Documentaries in the Library of Congress“. University of Virginia. Afrit af uppruna á 15 febrúar 2015. Sótt 31. desember 2013.