Fara í innihald

Stálfjall

Hnit: 65°25′02″N 23°52′25″V / 65.4172°N 23.8736°V / 65.4172; -23.8736
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stálfjall
Bæta við mynd
Hæð650 metri
LandÍsland
SveitarfélagVesturbyggð
Map
Hnit65°25′02″N 23°52′25″V / 65.4172°N 23.8736°V / 65.4172; -23.8736
breyta upplýsingum

Stálfjall er fjall (650 m.y.s.) við norðanverðan Breiðafjörð, á milli Barðastrandar og Rauðasands. Það er bratt, klettótt og skriðurunnið í sjó fram og víðast lítið sem ekkert undirlendi. Suðurhlíðar þess kallast Skorarhlíðar Rauðasandsmegin og Sigluneshlíðar Barðastrandarmegin og var þar áður gönguleið milli byggðanna, erfið og hættuleg.

Mikil surtarbrandslög eru í Stálfjalli og þar var kolanáma, Stálfjallsnáma, á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri.