Strandfaraskip Landsins
Strandfaraskip Landsins | |
Rekstrarform | Opinbert hlutafélag |
---|---|
Staðsetning | Þórshöfn, Færeyjum |
Lykilpersónur | Bogi Mortensen, forstjóri |
Starfsemi | Almenningssamgöngur |
Starfsfólk | 120 |
Vefsíða | http://www.ssl.fo |
Strandfaraskip Landsins er færeyskt almenningssamgöngufyrirtæki. Það er í eigu færeysku landstjórnarinnar og er bæði með strandsiglingar og strætisvagnaferðir. Með auknum fjölda neðansjávarganga sem tengja eyjarnar saman hefur ferjuleiðum fækkað. Upphaflega voru fraktflutningar einnig hluti af rekstri félagsins, en þeir voru einkavæddir árið 2005.
Sjö ferjur eru í flota fyrirtækisins. Flaggskipið er Smyril og hin sex ferjur félagsins eru: Teistin, Sam, Masin, Sildberin og Ternan. Ternan þjónar sem varaskip, en hún sigldi áður á milli Austureyjar og Borðeyjar annars vegar og Straumeyjar og Vága hins vegar. Eftir tilkomu Norðeyjagangana og Vágargangana var engin þörf á þeim siglingum.[1] Með tilkomu Norðeyjagangana hætti ferjan Dúgvan, sem hafði siglt á milli Borðeyjar og Austureyjar, jafnframt siglingum og var seld til Grænhöfðaeyja.[2] Fyrir utan ferjurnar á félagið mótorbátinn Súluna sem fer á milli Sørvágs og Mykiness.
Fyrirtækið rak þyrluþjónustu til ársins 1994, þegar hún var yfirtekin af Atlantic Airways. Einnig hafði félagið á hendi fragtflutninga en sá hluti starfseminnar var einkavæddur árið 2005 og tilheyrir núna Eimskipafélagi Íslands.[3]
Rútuferðir
[breyta | breyta frumkóða]Innan strætisvagnakerfis fyrirtækisins eru 22 leiðir sem ná bæði yfir innanbæjarakstur og rútuferðir milli bæja. Þessar ferðir eru samræmdar ferjusiglingum félagsins.
- 100 Þórshöfn - Vestmanna
- 101 Tórshavn - Gamlarætt - Kirkjubøur
- 200 Oyrarbakki - Eiði
- 201 Oyrarbakki - Gjógv
- 202 Oyrarbakki - Tjørnuvík
- 204 Oyrarbakki - Saksun
- 205 Oyrarbakki - Funningur
- 300 Tórshavn - Vágaflugvöllur - Sørvágur
- 400 Þórshöfn - Klakksvík
- 410 Fuglafjörður - Gøtudalur - Klaksvík
- 440 Toftir - Strendur
- 442 Glyvrar - Æðuvík - Rituvík
- 480 Skálafjørður - Strendur
- 481 Skálafjørður - Oyndarfjørður
- 482 Strendur - Selatrað
- 500 Klakksvík - Viðareiði
- 504 Klakksvík - Kunoy
- 506 Syðradalur - Trøllanes
- 600 Skopun - Skálavík
- 601 Sandur - Dalur
- 700 Sumba - Vágur - Tvøroyri
- 701 Fámjin - Tvøroyri - Sandvík
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „M/S Ternan“. Fakta om Fartyg (sænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 5. apríl 2011.
- ↑ „M/S Schleswig-Holstein“. Fakta om Fartyg (sænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 5. apríl 2011.
- ↑ „Faroe Ship - History“ (enska).[óvirkur tengill]