Big Nose Band
Útlit
(Endurbeint frá Stockfield Big Nose Band)
Big Nose Band, stundum kallað Stockfield Big Nose Band eða Big Nós Band, var íslensk rokkhljómsveit. Í frumútgáfunni voru auk Pjeturs Stefánssonar, Halldór Bragason á bassa og Sigurður Hannesson á trommur, Björgvin Gíslason og Tryggvi Hübner á gítar. Þannig var Tryggvi Hübner til dæmis í sveitinni á Melarokki í ágúst 1982.
Hljómsveitin gaf út eina breiðskífu 1983 Tvöfalt siðgæði eftir miklar mannabreytingar og tilraunir í lagasmíðum. Pjetur Stefánsson stofnaði síðan hljómsveitina PS&CO stundum kölluð Pjetur Stefánsson og félagar.