Fara í innihald

Steikarpanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steikarpanna úr ryðfríðu stáli

Steikarpanna er flatbotnuð panna sem notuð er til steikingar. Steikarpönnur eru yfirleitt 200 til 300 mm í þvermáli, með lágum hliðum sem snúast út úr og löngu handfangi. Flestar steikarpönnur eru úr málmi eins og steypujárni, áli, ryðfríðu stáli eða kopar.

Húðaðar pönnur eru með húð, yfirleitt úr efni eins og teflon, þannig að matur festist ekki á pönnuna. Svona steikarpönnur eru mjög algengar í dag en þegar þær komu fyrst á markaðinn var húðin gæðaminni og yfirleitt eyddist hún með tímanum. Ekki er mælt með því að áhöld úr málmi séu notuð með svona pönnum út af því að þau valda húðinni tjóni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.