Starfandi forseti
Útlit
Starfandi forseti er einstaklingur sem fer með vald forseta í fjarveru sitjandi forseta eða ef staða forseta er laus. Algengt er að ákveðið sé með stjórnarskrá hver fari með forsetavald í fjarveru forseta eða ef forseti deyr, segir af sér eða er ófær um að sinna embættisskyldum sínum. Á Íslandi eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar handhafar forsetavalds og fara með vald forseta í fjarveru forseta Íslands. Ef forseti Bandaríkjanna deyr eða segir af sér er varaforsetinn fyrstur í erfðaröð forsetaembættisins og tekur við embætti forseta [1][2]. Ef forseti Bandaríkjanna er tímabundið ófær um að sinna embættisskyldum sínum þá fer Varaforsetinn með vald forseta þar til forsetinn snýr aftur til starfa.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „33/1944: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“. Alþingi. Sótt 18. mars 2025.
- ↑ „Presidential Succession | Constitution Annotated | Congress.gov | Library of Congress“. constitution.congress.gov (enska). Sótt 18. mars 2025.