Stangveiðifélag Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Stangaveiðifélag Reykjavíkur eru stærstu félagasamtök áhugamanna um stangaveiði á Ísland, stofnað 17. maí árið 1939. Skrifstofa félagsins er við Háaleitisbraut í Reykjavík. Fjöldi félagsmanna 2007 var yfir 2600.

Tilgangur félagsins er að geta boðið félagsmönnum veiðileyfi á hagstæðum kjörum og í þeim tilgangi leigir félagið veiðisvæði af veiðiréttareigendum og endurselur til félagsmanna. Félagið stuðlar einnig að vexti og viðgangi veiðiíþróttarinnar með öflugu fræðslu- og útgáfustarfi. Félagið gefur út tímaritið Veiðimaðurinn sem kemur út 4 á sinnum á ári og fréttablaðið Veiðifréttir sem kemur út 7 sinnum á ári. Verndun villtra laxastofna er einnig mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins og vinnur félagið að því m.a. með takmörkun á fjöldra veiddra fiska þar sem það á við, banni á ákveðnum veiðarfærum á tilteknum tímum eða svæðum, veiða-sleppa fyrirkomulagi, og síðast en ekki síst með uppkaupum eða leigu á netaveiðirétti.

Félagið hefur uppá að bjóða veiðileyfi hvort sem er fyrir lax eða silung, bæði í ám og vötnum. Á vegum félagsins eru núna tæplega 40 laxveiðisvæði og u.þ.b. 35 silungsveiðisvæði.

Félagið hefur lengi haft uppi áform um að reisa bækisstöðvar við Elliðaár í Reykjavík, en skiptar skoðanir eru um þau áform [heimild vantar].

Tengill[breyta | breyta frumkóða]