Stanfurðubryggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi brú yfir ána Derwent, frá árinu 1727.

Stanfurðubryggja eða Stafnfurðubryggja (enska: Stamford Bridge) er þorp á Englandi, um það bil 11 kílómetra frá Jórvík (York). Haraldur 3. harðráði féll í orrustu við Harald Guðinason við Stanfurðubryggju, þann 25. september 1066. Þar er minnismerki um orrustuna, sem var afdrifarík í sögu Englands og Noregs, og markaði endalok víkingaaldar.

Þorpið eða bærinn stendur við ána Derwent, sem var farartálmi, en á þessum stað var vað á ánni, og síðar brú. Rómverjar komu upp virki á þessum stað um 70 e.Kr. og byggðist síðar upp þorp á staðnum.

Upphaflegt nafn var Stanford bridge, það er steinvaðsbrú, en breyttist síðar í Stamford bridge. Ritháttur nafnsins er breytilegur í fornum íslenskum heimildum. Í Morkinskinnu stendur „Stanfurðubryggja“, í Fagurskinnu „Stannforðebryggja“, í Heimskringlu „Stanforðabryggjur“ og í síðari handritum „Stafnfurðo-“ eða „Stafnforðobryggjur“. Rithátturinn Stanfurðubryggja virðist því einna elstur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.