Stafrófsröð
Stafrófsröð er ákveðin röð bókstafa í gefnu stafrófi. Þegar raðað er í stafrófsröð er byrjað á því að raða eftir fyrsta staf orðanna, hugtakanna eða annars sem skal raða og svo koll af kolli. Stafrófsröð er meðal annars oftast notuð við niðurröðun í orðabækur, símaskrár, alfræðiorðabækur og fleira.
Stafrófsröð getur verið misjöfn á milli tungumála, í ensku er hún eftirfarandi:
Stafrófsröð í íslensku stafrófi er eftirfarandi[1]:
Lágstafur raðast á undan hástaf:
Dæmi um nokkur orð í stafrófsröð:
Ef talað er um að fólki eða hlutum sé raðað í stafrófsröð er þeim raðað eftir nöfnunum eða orðunum yfir viðkomandi manneskju eða hlut.
Reglur um hvernig á að raða fólki í stafrófsröð
[breyta | breyta frumkóða]Það er misjafnt eftir tungumálum hvernig raða eigi fólki í stafrófsröð. Á íslensku er venja að raðað sé eftir fyrsta nafni, ef allir aðilar heita sama fyrsta nafni er raðað eftir eftirnafni og ef allir heita sama fyrsta fyrsta nafni og sama eftirnafni er raðað eftir millinafni. Á ensku er raðað eftir eftirnafni og ef allir heita sama eftirnafni er raðað eftir fyrsta nafni og svo millinafni.[2]
Vísur um stafróf
[breyta | breyta frumkóða]- Stafrófsvísa
- A, b, c, d, e, f, g;
- eftir kemur h, i, j, k,
- l, m, n, o, einnig p,
- ætla ég q þar standi hjá.
- R, s, t, u, v eru þar næst,
- x, y, z, þ, æ, ö.
- Allt stafrófið er svo læst
- í erindi þessi lítil tvö.
- (Gunnar Pálsson í Hjarðarholti)
- Íslensk stafrófsvísa
- A, á, b, d, ð, e, é,
- f, g, h, i, í, j, k.
- L, m, n, o, ó og p
- eiga þar að standa hjá.
- R, s, t, u, ú, v næst,
- x, y, ý, svo þ, æ, ö.
- Íslenskt stafróf er hér læst
- í erindi þessi skrítin tvö.
- (Þórarinn Eldjárn)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Árnastofnun, 2011, "Stafróf og stafrófsröð Geymt 21 janúar 2014 í Wayback Machine"
- ↑ „Heimildaskráning“. www.mr.is. Sótt 23. mars 2025.