Stóri-Botn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Stóri-Botn og Botnsdalurinn

Stóri-Botn, einnig kallaður Botn í Hvalfirði, er bær í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Bæirnir voru upphaflega tveir en Litli-Botn er nú í eyði. Þessir bæir hétu áður Neðri-Botn og Efri-Botn.

Botnsá rennur um dalinn og kemur hún úr Hvalvatni. Um hana voru sýslu- og fjórðungamörk allt frá fyrstu tíð. Í ánni er fossinn Glymur, sem 198 m hár og hæsti foss landsins. Hann fellur niður í Botnsárgjúfur sem er mjög djúpt og hrikalegt.

Í Landnámabók segir að Ávangur landámsmaður, sem var írskur að kyni, hafi byggt fyrst í Botni og þá hafi verið þar svo stór skógur að hann hafi smíðað sér hafskip.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Gengið á Hvalfell. Þjóðviljinn, 16. júlí 1972“.
  • „Landnámabók. Á vef snerpu.is“.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.