Stóra stökkið fram á við

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Stóra stökkið fram á við eða framfarastökkið mikla var efnahags- og þjóðfélagsáætlun sem stuðst var við í Alþýðulýðveldinu Kína frá árinu 1958 til 1960. Tilgangur hennar var að breyta bændasamfélagi á meginlandi Kína í nútíma iðnvætt kommúnistaríki. Maó byggði þessa áætlun á kenningu um framleiðsluöflin.

Nafnið Stóra stökkið fram á við er nafn sem gefið var annarri fimm ára áætlun í Kína sem átti að gilda fyrir árin 1958–1963 en síðar hefur nafnið aðeins verið notað um fyrstu þrjú ár þeirrar áætlunar.

Stóra stökkið fram á við er núna talið bæði innan Kína og utan hafa mistekist hrapallega og valdið hungursneyð og hörmungum. Talið er að fjöldi fólks sem dó úr hungri á þessu tímabili sé á milli 14 til 43 milljónir.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.