Stout

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stát)
Pinta af Guinness stout

Stout eða stát (enska: „sterkur“) er dökkt öl gert með ristuðu byggi eða malti, auk hefðbundins malts og humla. Áður var nafnið notað í Englandi um allan sterkan bjór. Þekktasti státinn er án efa Guinness.

Upphaflega var hugtakið stout notað yfir sterkasta bjórinn sem það og það brugghús framleiddi, þ.e. bjór sem var 7-8% að styrkleika. Porter er fremur dökkt öl upprunnið á Englandi á 18. öld en á 19. öld var farið að nota orðið stout yfir sterkan porter. Nú er algengara að skilgreina porter sem fremur dökkan bjór gerðan án þess að nota ristað bygg. Vinsældir stout dalaði nokkuð í Bretlandi á síðari hluta 20. aldar en með auknum áhuga á yfirgerjuðu öli eftir 1970 hefur hann aftur orðið vinsæll.

Þekktasti státinn er eflaust Guinness sem er dæmi um írskan stout, en til eru ýmis afbrigði eins og t.d. imperial stout, sterkur stout kenndur við Rússland, mjólkurstout með laktósa og hafrastout sem er bruggaður með hafraflögum. Einnig eru til súkkulaðistout, gerður með súkkulaðimalti, kaffistout, gerður með dökkristuðu byggi, og jafnvel ostrustout, gerður með ostrum[1].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Clare Leschin-Hoar, „Oyster Stout", Slashfood.com“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. mars 2010. Sótt 3. mars 2010.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.