Spjall:Vinnsluminni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég breytti hlekknum á ensku wikipediu úr hlekk á RAM í hlekk á "Primary Storage". Einhver ósammála um að enskaorðið primary storage eigi betur við íslenska orðið vinnsluminni?

Einnig tók ég út staðreyndina um að vinnsluminni væri tölvuíhlutur þar sem sá skilningur sem ég legg í orðið tölvuíhlutur er hlutur sem hægt er að kaupa í almennri tölvuíhlutabúð (og víðar) og er sæmilega einfallt fyrir hvern þann sem hefur áhuga að smella í tölvuna sína. Vinnsluminni getur vissulega verið á því formi en ekkert hugtakið er þó víðara. Einhver ósammála?

Ég kann ekki að gera svoleiðis en getur einhver forwardað "aðal minni" og "innra minni" á þessa grein. Hvernig gerir maður það annars?

Orri 7. maí 2006 kl. 00:37 (UTC)

Býrð bara til grein sem inniheldur aðeins #REDIRECT[[Vinnsluminni]]. – Krun 7. maí 2006 kl. 02:31 (UTC)

Þegar sagt er að aðalminni geti líka verið ROM minni, ertu þá að tala um frátekin minnissvæði á borð við bootrom, BIOS, CMOS eða álíka? Ef svo er þá þyrfti að taka það fram. Ef ekki, þá er þetta rangt. --Smári McCarthy 9. maí 2006 kl. 17:19 (UTC)
Já, ég legg þann skilning í orðið aðalminni að það séu þau minnishólf með vistföng sem örgjörvinn skilur (og geta verið þolar í smalamálskóða) og þær geta verið ROM minni eftir því sem ég veit best.
Modern primary storage devices include:
   * Random access memory (RAM) - includes VRAM, WRAM, NVRAM
   * Read-only memory (ROM)
   ....

úr en:primary storage Orri 10. maí 2006 kl. 01:51 (UTC)


Getur verið að aðalminni sé primary storage og vinnsluminni sé random access memory? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. maí 2006 kl. 20:46 (UTC)
Þessa grein þarf að taka til gegngerrar endurskoðunnar. Hér er verið að rugla saman hugtökum alveg hægri vinstri, og ég held að enginn leggi sama skilning í orðið "vinnsluminni". --Smári McCarthy 9. maí 2006 kl. 22:03 (UTC)

Innra minni[breyta frumkóða]

Ég hélt að innra minni væri eitthvað sem væri byggt inn í örgjörfa og að kalla vinnsluminni „innra minni“ sé bara einhver misskilningur. Passar það hjá mér eða á þetta að standa? --Stefán Vignir Skarphéðinsson 10:34, 22 janúar 2007 (UTC)

Minnishólf sem eru inní örgjörva eru kölluð gisti (e. register), örgjörvi sækir gögn í minni (þ.e. vinnsluminni) og setur þau í gisti, þá er hann til búinn að framkvæma útreikninga eða gera eitthvað annað við þau. Flýtiminni (e. cache) er líka núorðið oftast á sömu kísilflögu og örgjörvinn, ég hef samt aldrei heyrt fólk segja innra minni þegar það á við flýtiminni. Microcontrolerar (t.d. PIC örgjörvar) og system on a chip eru samt gjarnan með vinnsluminni í sömu kísilflögu og örgjörvinn er. Ég held að það sé yfirleitt bara kallað innbyggt minni. Annars er maður æ sjaldnar farinn að heyra fólk segja innra minni, en þegar fólk segir það á það oftast við vinnsluminni. --Orri 20. júní 2008 kl. 05:30 (UTC)