Spjall:Vefrit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vefrit eða rafrænn aðgangur að tímaritum[breyta frumkóða]

Vefrit er ekki tímarit sem hefur verið sett á netið heldur tímarit sem hefur fyrst og fremst, allavega sjálfstæða, útgáfu á netinu. Því er ekki viðeigandi að tengja á gagnasafnið Blackwell Synergy í grein sem fjallar um vefrit. Óli Gneisti 1. júní 2006 kl. 15:03 (UTC)

Ef tímarit eru gefin út jöfnum höndum á HTML/PDF formi og svo á pappír, þá er dálítið erfitt að gera upp á milli þess hvort um er að ræða tímarit á netinu eða vefrit á pappír. Mörg tímaritanna á Blackwell Synergy eru einmitt þannig. Annars finnst mér hæpið að setja þetta fram svona svart og hvítt, ég myndi kannski ekki segja að New York Times sé vefrit, en ég myndi segja að þeir gefi út vefrit auk aðalblaðsins sem er á pappír. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. júní 2006 kl. 15:08 (UTC)
Ég held að það sé full ástæða til þess að gera þennan greinarmun. Ég held að New York Times falli aldrei undir vefrit þar sem það er dagblað á netinu. Þá er kannski rétt að taka fram að ég hef nú einhver fræði á bak við mig í þessu þar sem ég hef lært töluvert um rafrænan aðgang að tímaritum í námi mínu (bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands). Ef þú skoðar hvar.is sem er aðalgáttin að rafrænum vefaðgangi Íslendinga þá sérðu að hugtakið vefrit er aldrei notað. Ég myndi líka segja að vefrit sé ekki það sama og rafrænt tímarit. Slíkt myndi ég frekar nota um blöð sem eru gefin út á pdf.

Óli Gneisti 1. júní 2006 kl. 15:31 (UTC)

Okay, ég held ég skilji hvað þú ert að fara. Ég eyddi tilvísuninni á rafrænt tímarit. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. júní 2006 kl. 16:34 (UTC)