Spjall:Vanangur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þessi kastali hefur venjulega gengið undir nafniu Vanangur á íslensku... Einsog sjá má hér:[1]

Einhverntíma var ég byrjaður á færslu um þetta slot...

Vanangur eða Sanssouci
Vanangur getur líka átt við tré í fornindverskri goðafræði.

Vanangur (eða Sanssouci) (franska: Sanssouci: áhyggjuleysi, sorgleysa) er heiti á sumarsloti Friðriks 2. Prússakonungs í Potsdam, nálægt Berlínarborg. Vanangur er talið vera þýsk útgáfa af Versölum.

Ég var ekki kominn lengra. --85.197.210.44 16. febrúar 2010 kl. 15:52 (UTC)

Vanangur er flott orð. Ég myndi styðja að síðan yrði flutt þangað, en að sjálfsögðu með tilvísun frá Sanssouci, enda mannvirkið trúlega best þekkt undir því heiti. Í öllu falli myndi ég frekar kalla þetta mannvirki höll en kastala. Held það myndi samrýmast hefðinni betur. Skemmtileg grein, annars.--Oddur Vilhelmsson 16. febrúar 2010 kl. 16:47 (UTC)

Höll - kastali - slot - lystislot[breyta frumkóða]

Hver er munurinn á þessu fernu? Í mínum huga þá er höll eitthvað sem hefur með konunginn sjálfan að gera og er enn notuð af honum (eða drottningu landsins), kastali er meira til að verjast en sýnast (þ.e. er virki eða vígi), og slot er stórhýsi sem hafði eftilvill einu sinni eitthvað með konungsborið fólk að gera. Lystislot er [2] hið sama, en er aftur á móti miklu flúraðra en slot, og getur verið af öllum stærðum. Mörg af fegurstu húsunum í Feneyjum eru til dæmis kölluð lystislot. Lystislot getur auðvitað verið í eigu konungs eða aðals. --85.197.210.44 16. febrúar 2010 kl. 17:05 (UTC)

Já og Vanangur er alls ekki kastali. Enskurinn kallar þetta: summer palace og ég myndi kalla þetta sumarslot á íslensku. Eða lystislot. --85.197.210.44 16. febrúar 2010 kl. 17:06 (UTC)

Er „slot“ íslenskt orð? Mér finnst „höll“ hljóma betur. Höll er auðvitað algengasta þýðing á „palace“ en palace er upphaflega bara stórhýsi eins og þau gerðust á Palatínhæð í Róm, þaðan er orðið komið. Það eru engin nauðsynleg tengsl milli hallar og konungs (þótt vitaskuld búi fáir í höllum aðrir en kóngafólk). --Cessator 16. febrúar 2010 kl. 19:12 (UTC)
Slot? Íslenskt orð? ekki frekar en kastali býst ég við. En hafa menn ekki heyrt orðið slot? Hér er notkun Laxa á orðinu t.d. Þórbergur notar það líka töluvert...Og margir aðrir auðvitað.
:ELD k. 1 s. 337 ...Hann hafði látið berast með fólksstraumnum inní slotið. Og rétt sem hann stendur þar í forsal með öðrum ... ELD k. 1 s. 337 ...Í stað þess að halda áfram til innri sala slotsins geingu þeir úr forsalnum útí aldingarðinn. ... ELD k. 1 s. 339 ...að kontinúerast, það verður að byggja fleiri slot, drotnínguna vantar annað tvinn spænskra hesta, ... ELD k. 4 s. 359 ...ásamt öli og rauðvíni þar á torginu fyrir utan slotið krýníngardaginn. Þá var ný öld risin í Danmörk. ... ELD k. 10 s. 395 ...Chateau au Bon Soleil, sem á dönsku útlegst slot þeirrar góðu sólar ellegar Sóllyst. Frá ... ELD k. 10 s. 395 ...von Ijsland, átti mörg ágæt bú með vænum slotum í Danmörku. Á sumrin undi hann sér best í ... SJÁL k. 4 s. 35 ...glugginn. Þú lætur einsog þú værir uppalin í sloti, sagði hann. Ég held það sé nógur ... SJÁL k. 21 s. 138 ...stíl, hann hýsti ekki sinn harm, stígið þið í slotið dreingir, hann bítur napurt í dag sá hvíti, en ég ...
Jæja á ekki að breyta þessu og nefna einnig Vanangur. Að minnsta kosti. Og þetta er ekki kastali. Enskurinn myndi t.d. aldrei kalla þetta castle. Og hvað er kastalakerfi? Hér þarf að laga eitt og annað. Á einum nýlegum stað á tímarit.is er talað um Sanssouci-höllina einsog víða annars staðar. --85.197.210.44 17. febrúar 2010 kl. 10:09 (UTC)

á ekkert að fara breyta þessu?--89.160.147.231 16. mars 2010 kl. 15:36 (UTC)