Spjall:Vér mótmælum allir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Set þetta hérna og vona að einhver nenni að nota þetta í greininni[breyta frumkóða]

8. ágúst boðaði forseti til fundar um hádegi daginn eftir, en þá mundi konungsfulltrúi bera fram erindi nokkurt við fundarmenn. Fundur þessi, einn hinn sögulegasti í þingsögu Íslendinga, hófst á tilsettum tíma 9. ágúst. Tók Trampe þá til máls og var allþungorður í garð fundarmanna og þó einkum stjórnlaganefndarinnar. Kvað hann málum nú í óvænt efni komið, en tilgangslaust væri að halda slíku áfram og myndi hann því slíta fundinum þá þegar.

„Og lýsi ég því yfir, í nafni konungs...“

Jón Sigurðsson grípur fram í: „Má ég biðja mér hljóðs, til að forsvara aðgerðir nefndarinnar og þingsins?“

Páll Melsted: „Nei.“

Trampe: „...að fundinum er slitið“.

Jón Sigurðsson: „Þá mótmæli ég þessari aðferð...“

Um leið og Trampe og forseti Páll Melsted viku frá sætum sínum, mælti Trampe: „Ég vona, að þingmenn hafi heyrt, að ég hef slitið fundinum í nafni konungs.“

Jón Sigurðsson: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“

Þá risu þingmenn upp og mæltu nálega í einu hljóði: „Vér mótmælum allir.“

Þannig lauk þjóðfundinum. --157.157.37.67 1. desember 2007 kl. 08:00 (UTC)

Flott! Ég skal reyna að færa þetta inn. Hefurðu einhverjar heimildir? --Baldur Blöndal 1. desember 2007 kl. 14:34 (UTC)

Heimildir textans: [1]--157.157.242.210 1. desember 2007 kl. 14:48 (UTC)

Mynd[breyta frumkóða]

Ég væri til í að fá myndina sem er í Alþingishúsinu á þess grein, afar stór mynd af þingsalnum og af Jóni að mótmæla eða af þessu blaði. Ég veit hinsvegar mjög lítið um þessi höfundarréttarlög. Þetta er örugglega bæði eldra en 70-100 ára er það ekki? --Baldur Blöndal 1. desember 2007 kl. 14:34 (UTC)

Wikquote[breyta frumkóða]

Er mögulegt að setja fleygar tilvitnair, eins og greinarheiti, á Íslenska Wikiquote? Thvj 1. mars 2010 kl. 15:30 (UTC)

Að sjálfsögðu, til þess er nú einmitt Wikiquote. --Cessator 1. mars 2010 kl. 15:36 (UTC)
Aha, það heitir Wikitilvitnun, en sú síða er á þessari stundu tóm. Auk þess virðist þurfa sérstakt notendaleyfi á hana... Thvj
Vikivitnun er ekki tóm, það er bara ekkert á yfirlitinu yfir nýjustu greinar því virknin er lítil. En það þarf ekki sérstök réttindi, síðasta breyting var t.d. gerð af ip-tölunotanda. Sjá Nýjustu breytingar --Cessator 1. mars 2010 kl. 16:03 (UTC)
Ok, takk fyrir. Einnig mætti setja inn Guð blessi Ísland og eflaust fleiri fleyg orð... Thvj 1. mars 2010 kl. 16:04 (UTC)
Já, mikil ósköp, það mætti alveg lífga upp á Wikivitnun. --Cessator 1. mars 2010 kl. 16:10 (UTC)