Spjall:Túnfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hér sýnist mér að við þyrftum að hafa yfir síðu Túnfiskar, í fleirtölu og að grein eins og þessi ætti þá bara að fjalla um þessa einu ákveðnu tegund túnfisks, Hvíti túnfiskur. Bragi H (spjall) 18. febrúar 2018 kl. 17:05 (UTC)

Þarna er ennþá ruglingur sem þarf að laga. Sem er að greinin fjallar um Ættkvíslina Thunnus sem ég finnst að ætti að nota fleirtölumyndina af, það er að Thunnus væri þá Túnfiskar, en eins er minnst á eina tegund sem almennt er kallaður Túnfiskur en er ákveðin tegund, Thunnus tynnus. Aðeins spurning um alla þá tengla sem þegar er búið að setja inn og vísa í þessa grein sem ættkvíslina. Að ef greininni er breitt og hún færð yfir á fleirtölumyndina, Túnfiskar, að skilja eftir tengil frá eintölumyndinni sem hér er notuð en ný grein um tegundina Thunnus tynnus héti þá eitthvað eins og Túnfiskur (tegund). Hefur einhver skoðun á því hvernig best er að leysa þetta? Hvort þessi tillaga mín sé móu góð eða hvort aðrir séu með betri tillögu?
Að vísu er bæði orðabókin (snara.is) og Orðabankinn með bæði ætthvíslina og tegundina undir sama nafni, það er Túnfiskur, í eintölu. Svo ef við höldum okkur við það þá að halda þessarri síðu yfir ættkvíslina í eintölu en að greinin um tegundina Túnfiskur héti þá Túnfiskur (tegundin)? Sennilega best að fylgja Orðabankanum? Bragi H (spjall) 18. febrúar 2018 kl. 23:06 (UTC)
Til að skilja þetta aðeins betur og kví ég vil endilega koma þessu almennilega fyrir strax má benda á ensku greinina um Thunnus. Þar sést að ættflokkagreiningin er nokkuð flóknari en hér kemur fram og þessi grein um ættkvíslina ætti líklega fyrst og fremst að fjalla um það og afrita það af þeirri ensku. Það myndi auðvelda vinnuna í framtíðinni að gera þetta strax. Bæði aðgreina fiskin frá ættkvíslinni og ekki síður setja inn nákvæmari ættflokka greiningu. --Bragi H (spjall) 18. febrúar 2018 kl. 23:11 (UTC)