Spjall:Töluorð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ekki er hægt að nota orðið frumtölur í þeirri merkingu sem hér var gert. Frumtölur eru þær tölur sem eru ódeilanlegar nema með einum og sjálfri sér. Fyrstu frumtölurnar eru: 2, 3, 5, 7, 11, 13, 17, 19........ --Mói 29. júní 2006 kl. 21:36 (UTC)

Þetta rímar ekki við íslenskuna; hugtakið "frumtölur" hefur verið notað einmitt á þennan hátt sem ég geri mun lengur heldur en um stærðfræðihugtakið "prímtala". Það hugtak er óþarft er að þýða; það hefur áunnið sér hefð í íslensku. Baldurr 30. júní 2006 kl. 01:48 (UTC)

Sammála Baldri, frumtölur og prímtölur eru ekki það sama. --Cessator 30. júní 2006 kl. 10:06 (UTC)
Þetta er alrangt hjá ykkur drengir. Leyfið stærðfræðingunum sjálfum að velja heiti á umfjöllunarefni sitt. Skoðið þetta til staðfestingar: Orðasafn Stærðfræðifélagsins. Sláið inn prime og leitið í enska-íslenska og svo frumtala og leitið í íslenska-enska. Það sem þið kallið frumtölu heitir á ensku cardinal number (raðtala er ordinal number). Á íslensku heitir það fjöldatala. Ég breyti þessu því aftur í það sem rétt er og vona að þið leyfið því að standa þannig eftir að hafa athugað málið. --Mói 1. júlí 2006 kl. 23:42 (UTC)

Íslenskan er óborganleg[breyta frumkóða]

Í versta falli (hér á Wiki) þarf bara að skilgreina "töluorð" á sama hátt og fall: Stærðfræðilegt fall; http://is.wikipedia.org/wiki/Fall_%28st%C3%A6r%C3%B0fr%C3%A6%C3%B0i%29 Fall í málfræði; http://is.wikipedia.org/wiki/Fall_%28m%C3%A1lfr%C3%A6%C3%B0i%29

Afsakið orðbragðið! Þetta er á Richmond mállýskan; ekki til eftirbreytni!

Tölusagnorð??[breyta frumkóða]

Hér finnst hugtakið tölusagnorð, hef ég nú heyrt um töluatviks-, -lýsingar- og -nafnorð en aldrei um tölusagnorð. Google leit skilar engu nema þessari síðu- en samt virðist þetta vera nokkuð lögmætt. Hvað finnst ykkur? --Baldur Blöndal 14. desember 2007 kl. 10:50 (UTC)