Spjall:Táknsaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Af hverju er greinin ekki undir myndhverfing eða öðru þjálu íslensku orði? --Stalfur 21. febrúar 2006 kl. 23:25 (UTC)

Allegoría og myndhverfing er ekki það sama. Myndhverfing er það sem kallað er metaphora. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21. febrúar 2006 kl. 23:46 (UTC)
Táknsaga er íslenska orðið. – Krun 22. febrúar 2006 kl. 01:52 (UTC)
Tjah... er allegóría ekki meira notað?
--Gdh 22. febrúar 2006 kl. 01:54 (UTC)
Bætti inn táknsaga og líkingarsaga, og flutti yfir á táknsögu. Ef einhver hefur eitthvað á móti því, endilega ræðið. --Baldur Blöndal 23:51, 1 júlí 2007 (UTC)
Íslenska orðið allegóría er miklu almennar notað held ég og þykir fullgott... Ég verð að játa að orðið 'táknsaga' hef ég aldrei séð (fyrr en núna)... --Akigka 23:55, 1 júlí 2007 (UTC)
Þá er nú spurning hvort maður vilji ensku/dönsku tökuorð sem er mikið notað eða íslenskt orð sem er minna notað. Táknsaga hef ég nú heyrt nokkuð oft. --Baldur Blöndal 23:57, 1 júlí 2007 (UTC)
Að taka alíslenskt orð fram yfir getur vissulega átt rétt á sér, þegar bæði orðin eru t.d. jafnþekkt, þegar fræðasamfélagið tekur það íslenska fram yfir, og/eða þegar komin er almenn sátt á íslenska orðið umfram aðrar mögulegar þýðingar eða þýðingaruppástungur. Ekkert af þessu finnst mér samt eiga við í þessu tilviki. --Akigka 00:05, 2 júlí 2007 (UTC)
Gæti vel verið. --Baldur Blöndal 00:12, 2 júlí 2007 (UTC)