Spjall:Spennubreytir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hver er munurinn á spennubreyti og straumbreyti? Í orðabók Eddu er straumbreytir útskýrður sem: tæki (án hreyfanlegra hluta) sem breytir spennu rafstraums n þess að breyta tíðni hans Og spennubreytir er útskýrður sem: tæki til að breyta spennu rafstraums, spennir. Ekkert hægt að treysta þessari bók stundum. Ég talaði einu sinni við gaur sem var að afgreiða í Íhlutum og hann sagði að ekki mætti rugla þessu saman. Ég var bara of mikið að hugsa um eitthvað allt annað þegar hann útskýrði þetta fyrir mér að ég man ekki hvað gaur sagði. Hver er sem sagt munurinn?--85.220.89.229 6. júlí 2008 kl. 00:44 (UTC)

Já hver er munurinn? --88.149.124.123 16. nóvember 2008 kl. 16:33 (UTC)

Það sem líklegast á við um straumbreytir er að hann breytir frá riðstraumi til jafnstraums (eða öfugt) en spennubreytir breytir spennunni, en oftast ekki straumgerðinni (þ.e. AC vs DC) líka. Enskan notar t.d. orðið Transformer fyrir tæki sem breytir straumi og spennu og er almennt orð fyrir slík tæki en síðan hafa þeir Urent Transformer sem er líklega það sem við íslendingar köllum straumbreyti (en ég man ekki eftir slíku tæki, skylst af ensku wikipedia greininni að þetta sé bara notað í háspennu mælingum). Ég þekki ekki straumbreyti en að nota orðið straumbreyti fyrir digital-analog converter er rangt ef það er meiningin sem ofangreindur starfsmaður notaði. --ojs 16. nóvember 2008 kl. 17:49 (UTC)
Munurinn er enginn, því hér er um samheiti að ræða. Afriðill breytir riðstraumi í jafnstraum. Thvj 16. nóvember 2008 kl. 18:54 (UTC)
Hm, í orðabankanum er straumbreytir þýtt sem converter. En spennubreytir sem transformer. Og svo skoðar maður þetta... Converter or Transformer?. Þetta er því varla samheiti. --194.144.23.124 16. desember 2009 kl. 08:56 (UTC)
Það er mér vitanlega engin eðlosmunur á spennu- og straumbreyi, en sá fyrrnefndi hefur hátti innra viðnám og gefur freka lágan straum, meðan sá seinni hefur lágt innra viðnám og getur gefið háan staum. Hefðbundinr spennar vinna eins og skýrt er í greininni, en einng eru á markaði slíkr sem vinna öðruvísi, t.d. með því að klippa af aflbylgjunni (Swiching power supply), svo aðeins hluti af orku hennar kemur til neytendans, en slík tækir eru flóknari og dýrari. Orðið spennir er samheiti fyri þessi tæki, en einnig má alveg kallau þau aflgjafa, einkum ef þau knýja ákveðið tæki í lengri tíma. Thvj 17. desember 2009 kl. 06:15 (UTC)