Spjall:Skyndiminni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Titill[breyta frumkóða]

Það er spurning hvort að við ættum að skipta um tiltil á greininni. Ég gerði Google-könnun og fékk upp eftirfarandi niðurstöður:

  • flýtiminni 1960
  • skyndiminni 1260
  • biðminni 632

Þetta tel ég leiða í ljós að flýtiminni sé algengasta orðið. --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. september 2008 kl. 07:15 (UTC)

Google-kannanir eru ekki áreiðanlegar og þótt hún geti kannski gefið vísbendingu þá held ég að munurinn sé ekki nógu afgerandi. Munurinn þarf að vera miklu meiri einmitt af því að Google-kannanir eru óáreiðanlegar. --Cessator 28. september 2008 kl. 15:09 (UTC)
Ég tel bara að Google-kannanir séu með þeim fáu möguleikum sem að við höfum þegar um orða sem eru ekki á allra vörum er að ræða. Annars eru þau öll mikið notuð en ég tel að það hafi einfaldlega verið fyrir tilviljun að greinin lenti á skyndiminni. Maður getur ekki búist við miklum útkomum úr svona óalmennu umræðuefni. Annars skiptir það mig engu máli hvað þessi grein heitir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. september 2008 kl. 21:00 (UTC)
Orðabók háskólans hefur ekkert af þessum orðum. Hugtakasafn Þýðingarmiðstöðvar Utanríkisráðuneytisins gefur einungis upp skyndiminni. Aftur á móti talar Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent í tölvunarfræði við HÍ, um flýtiminni á Vísindavefnum. Orðaleit í Morgunblaðinu (f. árin 1913-2000) á Tímarit.is gefur 79 niðurstöður fyrir flýtiminni en 109 niðurstöður fyrir skyndiminni (og 25 fyrir biðminni). Leit á sama stað í DV (f. árin 1981-1995) skilaði 14 niðurstöðum fyrir flýtiminni en 16 niðurstöðum fyrir skyndiminni og engri fyrir biðminni. Í Fréttablaðinu 2001-2002 var einu sinni minnst á flýtiminni og einu sinni á skyndiminni en aldrei á biðminni. --Cessator 28. september 2008 kl. 21:21 (UTC)
Flýtiminni virðist betri íslenska og skilgreinir betur hvert hlutverk þess er, að flýta fyrir. Skyndiminni er eins og að muna allt í einu eitthvað sem maður hafði gleymt, sem væri þá sambærilegt við að lesa af hörðum disk! --Stalfur 29. september 2008 kl. 10:41 (UTC)
Ef til vill er það rétt, en sker þó varla úr um málið. Því okkar mat á hvað er og hvað er ekki heppileg orðasmíð ætti ekki að hafa áhrif. En úr því að athuganir á útbreisðlu og notkun gefa ekki heldur afgerandi niðurstöðu er þá ekki einhver virðuleg heimild sem hægt er að fylgja bara í þessu? --Cessator 29. september 2008 kl. 13:42 (UTC)
Það er nú svo að málnotkun í tölvusamfélaginu er pínu tvist og bast, það eina sem Tölvuorðasafnið gerði á sínum tíma var að vekja kátínu margra með skrunstikum, sláarbilum og öðru, sum þeirra hafa reyndar fest sig í sessi síðan þá. --Stalfur 29. september 2008 kl. 14:48 (UTC)