Spjall:Skinka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Greinin skinka hlýtur að eiga að fjalla um kjötafurðina fremur en íslenskt slanguryrði. --Cessator 19. febrúar 2010 kl. 13:13 (UTC)

En heldurðu að við getum búið til öðru síðu sem fjallar um slanguryrðið? Á ensku Wikipediu eru margar greinar um svona orð, auk þess er t.d. milf til hér á íslensku Wikipediu. Þó væri erfitt að finna tilvísanir til skinku. Maxí 19. febrúar 2010 kl. 13:24 (UTC)
Ég held að það sé ógerningur að sannreyna það sem fram kom í greininni um slangrið í áreiðanlegum heimildum. Þessi bloggsíða sem vísað var í kemur auðvitað ekki til álita sem áreiðanleg heimild um merkingu orða, því hver sem er getur sett upp bloggsíðu, jafnvel nafnlausa bloggsíðu, og haldið fram ýmsu um merkingu þessa orðs en það er ekki hægt að ætlast til þess að Wikipedia éti það allt upp. Ég hef þannig séð ekkert á móti því að það sé skrifað um slanguryrði en ég held að það verði að gæta þess vel að það sé sannreynanlegt. --Cessator 19. febrúar 2010 kl. 14:41 (UTC)