Spjall:Skítafluga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Aldrei heyrt mykjuflugur nefndar skítaflugur... Aftur á móti er til skarnfluga og svo skarnbý. --157.157.242.12 27. febrúar 2008 kl. 18:46 (UTC)

[1] --Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. febrúar 2008 kl. 19:00 (UTC)
Það eru fullt af ómálga fólki á netinu. Hroki neinei. Haha. En það er ekki hægt að nota google sem einhvern sannleikspostula og allra síst þegar kemur að alfræðiriti. Skítafluga segja bara borgarbúar sem aldrei hafa í sveit komið. --85.220.93.45 27. febrúar 2008 kl. 20:32 (UTC)
Enda er þetta notað sem tilvísun en ekki greinatitill eða listað sem samheiti í greininni sjálfri. Það er allt í lagi að hafa svona heiti sem tilvísanir ef það hjálpar fólki að finna greinina. Ég setti þetta þarna inn því ég leitaði fyrst undir þessu nafni að dung fly og ekki hef ég það úr borginni. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. febrúar 2008 kl. 20:34 (UTC)
Já, það er svosem rétt hjá þér. En það fer að líða að því að kýr, hestar og fiskar séu með skott. Segi nú bara svona. --85.220.93.45 27. febrúar 2008 kl. 20:41 (UTC)
Nei, þakka þér fyrir! Fyrr gerist ég landsráðunautur í loðdýrarækt! — Jóna Þórunn 27. febrúar 2008 kl. 20:43 (UTC)
Guði sé lof að það sé til fólk sem hefur smá metnað fyrir hönd íslenskunnar. --85.220.93.45 27. febrúar 2008 kl. 20:48 (UTC)
Eins og vinur minn svarar alltaf slangri: „Æ, vertu ekki með þessa útlensku hérna!“ :) — Jóna Þórunn 27. febrúar 2008 kl. 20:50 (UTC)
Megi íslensku veðurguðirnir veita þessum vini þínum eilíft sólskin. Og rigningu ef hann þarf nauðsynlega á henni að halda. --85.220.93.45 27. febrúar 2008 kl. 20:57 (UTC)
Ef skítafluga er samheiti á það að vera í greininni, sem slíkt, sem það er ekki, þ.a. ef skítafluga er ekki samheiti á ekki að vera tilvísun frá því í mykjuflugu, eða þannig ;o) Thvj 27. febrúar 2008 kl. 21:51 (UTC)
Kannski er ekki vitlaust að hafa tilvísun af skítaflugu inn á mykjuflugu og nefna að hún nefnist ekki svo - nema þá í mæltu máli eða eitthvað slíkt. --85.220.93.45 27. febrúar 2008 kl. 22:00 (UTC)
Orðabók háskólans hefur orðið skítfluga. --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 22:04 (UTC)
Engin ástæða að hafa tilvísun frá orði sem er ekki til; hvaða tilgangi ætti það svosem að þjóna? Skítfluga er greinilega til, eins og Cessator benti á, og þýðir þá vonandi það sama og mykjufluga! Thvj 27. febrúar 2008 kl. 22:07 (UTC)
Orðið er til, og óháð þessari umræðu þá er oft ástæða til að hafa tilvísanir frá titlum sem við listum ekki sem samheiti ef það hjálpar fólki að finna greinarnar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. febrúar 2008 kl. 22:08 (UTC)
Nei, ekki er ég sammála því, enda væri það varla til neins gagns, nema fyrir þann sem bjó orðið til og væri þá eins konar staðfesting á orðasmíð hans! Orðið finns ekki í orðabók háskólans, þ.a. hvaða aðrar, áræðanlegar heimildir hefurðu? Thvj 27. febrúar 2008 kl. 22:12 (UTC)
Orðabókin hefur ekki öll orð í íslensku máli, en þau sem hún hefur eru a.m.k. til. Það að orð sé ekki í orðabókinni segir samt ekki endilega mjög mikið. Hér eru leiðbeiningar á ensku sem eiga e.t.v. við hér. --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 22:17 (UTC)
Sú staðreynd að orðabókin hefur ekki orðið „skítafluga“ þýðir auðvitað ekki að það sé ekki til. Það eina sem orðabókn getur gert er að sýna að orðin sem eru í henni eru til. Ef google-prófið hans Ævars hefði gefið fleiri niðurstöður hefðum við þurft að leyfa orðinu að njóta vafans. Og kannski neyðumst við til þess hvort sem er. Ég held alla vega að það sé ástæðulaust að böggast út í tilvísunina; í leiðbeiningum á ensku Wikipediunni er m.a. sagt að það sé oft ástæða til að hafa tilvísun frá algengum stafsetningarvillum og það gæti vel átt við hér. --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 22:13 (UTC)
En hvar eigum vi ðað draga mörkin, eigum við kannski að hafa tilvísanirnara kúkafluga, dellufluga eða bara hvað sem okkur dettur í hug?? Getum við ekki að minnst kosti sett okkur þau mörk að ef orðið finnst ekki í O.H. né ÍSMÁL að það sé mjög líklega ekki til sem viðurkennt heiti og því óþarfi að setja tilvísun frá því? -- Bara smá spurning um prinsipp, sem vonandi er ekki byrjun á lööööngum deilum ;) Thvj 27. febrúar 2008 kl. 22:21 (UTC)
Vonandi ekki deilum, þótt langar umræður geti verið ágætar. Ég ætla að vera devil's advocate í smá stund: Það má segja að munurinn á kúkafluga og skítafluga sé annars eðlis en á skítfluga og skítafluga. Annars vegar ertu með tvö orð sem eru sett saman úr ólíkum orðstofnum, hins vegar ertu með sama orðið annars vegar í stofnsamsetningu og hins vegar í bandstafssamsetningu. Og þá gæti einhver fært rök fyrir því að „skítafluga“ sé annar ritháttur orðsins „skítfluga“ sem er vissulega til fyrst það finnst í orðabók en að orðið kúkafluga sé einfaldlega ekki til og er enn fremur ekki annar ritháttur eða stafsetningarvilla af neinu tagi. Það sem ég sé athugavert við uppástunguna er að þá er útilokað að gera tilvísanir frá stafsetningarvillum, eins og er klárlega leyfilegt og í sumum tilvikum ráðlagt að gera á ensku Wikipediunni. Ég myndi frekar segja að ef orðið finnst í orðabók, annaðhvort O.H. eða prentaðri bók, þá fái það a.m.k. viðurkenningu á tilvist sinni; og að ef google-próf gefur margar niðurstöður, þá fái það kannski að njóta vafans. --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 22:30 (UTC)
Ætti þá ekki að vera listi neðst eða þess getið við hverja flettu sem fleytir fólki inn með villum - hvað sé rétt - svo það forherðist ekki í vitleysunni. Þyrfti að vera til einhver regla um þetta, eða hvað? Ég er ekki að tala um skítaflugur núna, heldur svona almennt. --85.220.93.45 27. febrúar 2008 kl. 22:21 (UTC)
Einmitt, það er ekki traustvekjandi ef wikipedia er opin fyrir alls kyns röngum orðum, misskilningi og nýyrðum, sem eru kokkuð upp á staðnum. Thvj 27. febrúar 2008 kl. 22:24 (UTC)
Það má segja að tilvísun frá skítafluga á skítfluga/mykjufluga sé á vissan hátt hógvær ábending til lesandans um að orðið sem hann leitaði að eigi að vera eins og í greininni. Er það ekki nóg? --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 22:30 (UTC)
Jú, ef það verður ekki sett sem samheiti! Vinsamlegast, ekki gera tilvísun í kúkaflugu :) Thvj 27. febrúar 2008 kl. 22:32 (UTC)