Spjall:Sjónvilla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég legg til að þetta verði gert almennt fyrir öll skynfæri og fært á skynvilla, því það er almennt heiti yfir illusion.

Það er mjög mikið hægt að segja um sjónblekkingar einar og sér, þær eru hálfgert sport og mikið búið að stúdera þær, bæði af áhuga og fræðimönnum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 05:55, 13 mar 2005 (UTC)
Það er líka búið að rannsaka skynvillur af öðrum toga, þó ekki eins mikið, en þær eru mjög skyldar jafnvel þótt sumar séu sjónrænar, sumar heyrnrænar o.s.frv. Það væri aftur á móti hægt að gera redirect frá sjónblekkingu á skynvillu...--Heiða María 06:02, 13 mar 2005 (UTC)
Sjónhverfing er almennt heiti yfir illusion... --Akigka 01:08, 15 mar 2005 (UTC)
Illusion þarf ekki að vera sjónræn, þ.a.l. er ekki bara hægt að þýða illusion sem sjónhverfingu. --Heiða María 01:20, 15 mar 2005 (UTC)
Ég hélt að efni þessarar greinar væri sjónhverfingar, trompe l'oeil, op art o.s.frv. Það er auðvitað allt annað en skynvilla. --Akigka 01:24, 15 mar 2005 (UTC)
Tjah, enski tengillinn í greininni vísar allavega yfir á optic illusion, sem er klárlega sjónræn skynvilla. Ég veit bara greinlega ekki alveg hvað sjónhverfing kallast á ensku. Sjónhverfingar og skynvillur eru samt náttúrulega skyldar. --Heiða María 01:31, 15 mar 2005 (UTC)
Aðallega er ég þó ósáttur við nýyrðið sjónblekking á þeirri forsendu að mér finnst að nýyrði eigi aldrei rétt á sér nema í algerum undantekningartilvikum. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé slíkt undantekningartilvik eða hvort hugtakið sem á að lýsa er alþekkt og margoft verið skrifað um það á íslensku áður. --Akigka 01:28, 15 mar 2005 (UTC)
Fór að skoða orðabók, og þar er talað um sjónvillu.--Heiða María 01:34, 15 mar 2005 (UTC)
Sjónvilla finnst mér mun betra orð en sjónblekking. Svo er auðvitað til missýning :) --Akigka 01:34, 15 mar 2005 (UTC)

Varðandi þessa færslu hjá Heiðu þá á að nota Færa flipann svo að öll breytingasaga síðunnar tapist ekki.

Ég ekki alveg viss um að þetta sé besti staðurinn fyrir þetta og að gamli titillinn sé mun betri, friðrik stakk upp á titlinum tálmynd sem gæti passað en sjónvilla finnst mér ekki passa, aðallega því þetta eru einmitt sjón-blekkingar, þeim er ætlað að blekkja þann sem horfir á þær og ástæðurnar fyrir því að þær virka eru ekki endilega villur í sjónkerfi heldur er þvert á móti oft verið að nýta sér ýmsa kosti þess sem við þessar tilteknu aðstæður koma svona út. Annars hef ég engar sterkar skoðanir á þessu og setti þetta bara þarna upprunalega því þetta var það fyrsta sem mér datt í hug. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:52, 15 mar 2005 (UTC)

Ég er sammála þér, Ævar, að þetta eru ekki villur í skilningnum error. Ég breytti þessu aðallega af því að Akigka var eitthvað ósátt(ur) og sjónvilla passar við skynvilla (sem er a.m.k. til). --Heiða María 01:56, 15 mar 2005 (UTC)
Ah, það er þá kannski misskilningur hjá mér, er þá rétt að segja þetta er sjónvilla um mynd eða á maður að segja þetta er sjónblekking? Þar að auki, hver er munurinn á tálsýn, blekkingu og villu? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 02:11, 15 mar 2005 (UTC)
Sko, við í sálfræði tölum bara alltaf um skynvillur, svo sem tunglskynvilluna eða Ponzoskynvilluna. Yfirleitt er verið að meina áreitið sjálft, en ekki skynjun manns á því, þótt báðar merkingar séu í raun notaðar. --Heiða María 02:20, 15 mar 2005 (UTC)
Það er líka til sú merking "að villa" eins og í "að villa um fyrir einhverjum" "vaða í villu og svíma" en ekki villa eins og "stafsetningarvilla". En mér finnst samt enn gamla góða orðið "sjónhverfing" vera besta orðið... :-) --Akigka 09:57, 15 mar 2005 (UTC)

Hillingar[breyta frumkóða]

ATH: Ég held að hillingar teljist ekki til sjónblekkinga, allavega ekki í sálfræðilegum skilningi þess orðs, þar sem þær orsakast ekki af túlkun sjónkerfisins, heldur orsakast þær af því að ljósið bognar á tiltekinn hátt vegna hita (að ég held). Sjónkerfið er því ekki að sjá eitthvað "vitlaust" í þessu tilfelli --Heiða María 22:40, 13 mar 2005 (UTC)

Vel athugað, þarna þýddi ég vitlaust "A mirage is a natural illusion that is an optical phenomenon". —Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:41, 13 mar 2005 (UTC)