Spjall:Sjálfstæðisbarátta Íslendinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Harkalegt orðaval[breyta frumkóða]

Gagnrýnin í hlutleysiskröfunni segir meira um fordóma gagnrýnandans en um hvað er að greininni. Það má reyndar gagnrýna síðustu setninguna fyrir að vera huglæg og getgátukennd en mér sýnist notkunin á orðinni þjóð vera samkvæmt hefð, enda þarf maður ekki að vera þjóðremba, eða einusinni þjóðernissinni til að tala um þjóð sem "heildareiningu".

Mér finnst margt athugavert í þessari grein. Hvernig má það vera að sjálfstæðisbarátta Íslendinga hafi hafist um leið og þeir gengu (sjálfviljugir) Noregskonungi á hönd? Þótt ýmis átök hafi verið milli íslenskra höfðingjavaldsins og konungsvaldsins alla Íslandssöguna, þá var takmark þessara höfðingja aldrei sjálfstæði Íslands... ekki einu sinni Jóns Arasonar, sem er þó mest umtalaða dæmið um yfirgang konungsvaldsins á Íslandi. Á upplýsingatímabilinu var takmarkið einmitt að Ísland stæði jafnfætis öðrum ríkjum konungs innan danska ríkisins. Allt tímabilið nánast voru það íslenskir höfðingjar, biskupar og sýslumenn sem stjórnuðu landinu í nafni konungs. Um sjálfstæðishugsjón er því varla að ræða hjá nokkrum manni fyrr en með þjóðernisrómantíkinni á 19. öld, eða getur einhver nefnt dæmi um annað? --Akigka 21:40, 4 janúar 2007 (UTC)
Spurning hvernig hægt er að sanna hina „hljóðlátu ósk í hugum landsmanna“... varla nema á miðilsfundi? :) --Bjarki 21:52, 4 janúar 2007 (UTC)
Það þarf ekki að sanna hana, það þarf bara að finna fullyrðingar um annað eins í traustum heimildum hjá virtum sagnfræðingum. Þeir um það hvernig þeir draga ályktunina... svo lengi sem þeir eru viðurkenndir fræðimenn á þessu sviði. --Cessator 21:56, 4 janúar 2007 (UTC)
Þetta er dálítið eins og Páll Eggert Ólason hefði skrifað þetta, og hann er vissulega viðurkenndur fræðimaður sem að mörgu leyti stendur enn fyrir sínu. Samt er þessi framsetning fullgamaldags fyrir minn smekk. Mér finnst að grein um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga ætti að hefjast á 19. öld en ekki á 13. öld. --Akigka 09:21, 5 janúar 2007 (UTC)
Út af fyrir sig er ég sammála þér um það. --Cessator 15:24, 5 janúar 2007 (UTC)
Þessi grein er hvorki fugl né fiskur, mest frasar upp úr einhverri kennslubók í Íslandssögu, sem þegar ég var skóladrengur virtust allar gera mjög mikið úr meintri sjálfstæðisást þjóðar, sem reyndi af veikum mætti að draga fram lífið í harðbýlu landi. Tillaga: sameina við greinina Saga Íslands? Thvj 21. september 2008 kl. 08:50 (UTC)
Að vel íhuguðu máli ákvað ég að endurvekja greinina! Vinsamlegast, bætið hana :) Thvj 9. október 2008 kl. 22:20 (UTC)

Það er alltént kjaftæði að Jón hafi sagt „Vér mótmælum allir“ jafnvel þótt það sé margtuggið í langflestum þeim greinum á wikkunni sem Jóni sáluga tengjast. Svo er það meira en vafasamt að ætla Jóni eitthvert sjálfstæðisbrölt því þótt leitað sé með logandi ljósi um allt hans höfundarverk er hvergi að finna staf sem ýjar að því að Ýslendingar ættu að afskaffa kónginn. Þyrfti einhver góður maður sem til þess hefur nennu að leiðrétta þessa missögn. 85.220.119.81 31. janúar 2009 kl. 22:00 (UTC)Þorvaldur Sigurðsson

En hvers vegna heldurðu að sjálfstæðishugsjón krefjist þess að maður vilji losna við kónginn? Sjálfstæð þjóð getur verið í konungssambandi við aðra þjóð. Annars ery Nýja Sjáland, Ástralía og Kanada ekki sjálfstæðar þjóðir en það er fráleitt að segja það. --Cessator 31. janúar 2009 kl. 23:12 (UTC)

Það var ónákvæmt orðalag hjá mér að nefna það að afskaffa kónginn. Etv má segja að krafa hans um að Gamli sáttmáli gilti í samskiptum vorum við Dani hafi verið sjálfstæðiskrafa en í praxís er öruggt að hvorki Jón né aðrir samtímamenn hans hafa gert ráð fyrir slíkri stjórnskipun. Það er meira en vafasamt að gera ráð fyrir að hann hafi viljað ganga lengra en stjórnskipunin frá 1904 enda hefðutillögur um slíkt þótt býsna róttækar á hans tíð. 85.220.119.81 2. febrúar 2009 kl. 18:24 (UTC) Þorvaldur Sigurðsson

Greinin er meingölluð og virðist samsett úr frösum teknum úr úreltri kennslubók í Íslandssögu. Mér grunar að sjálfsæðisbaráttan, ef svo mætti kalla það lagaþras sem fram fór, hafi ekk farið af stað af neinni alvöru fyrr en á 19. öld. Thvj (spjall) 29. júlí 2013 kl. 09:47 (UTC)