Spjall:Samloka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég sé ekki alveg hvað það hefur með hluti að gera hvaðan enska orðið yfir hlutinn kemur. Ef orðið samloka hefði verið nefnt eftir einhverjum íslenskum presti eða eitthvað, hefði verið minnst á það í ensku greinninni? Ég held ekki. --Stefán Örvarr Sigmundsson 24. september 2007 kl. 00:15 (UTC)

Þetta er þekking. Við erum að safna þekkingu hérna. Auk þess er fyrirbrigðið kallað sandwich í flestum málum. --Bjarki 24. september 2007 kl. 00:17 (UTC)
Sammála Stefáni, ensk orðsifjafræði hefur ekkert að gera hér. Eyði því! Thvj 24. september 2007 kl. 11:27 (UTC)
Á hvaða forsendum metur þú það þannig að þetta hafi ekkert að gera hérna? Þetta eru markverðar og sannreynanlegar upplýsingar, það þarf góðan rökstuðning fyrir því að halda þessu fyrir utan alfræðiritið. Ég hef engin rök séð. --Bjarki 24. september 2007 kl. 13:12 (UTC)
Það á líka ekki að vera að eyða efni sem einhver ver á spjallsíðunni fyrr en niðurstaða hefur náðst í þeirri umræðu. Við erum ekki að skilgreina íslensk orð hérna, við erum að skilgreina og fjalla um hlutina sem orðin eru um og það getur alveg verið áhugavert fyrir lesendur að vita hvernig hlutirnir eru nefndir á öðrum málum og af hverju, t.d. að vita af tengingunni við jarlinn af Sandwich, að samlokur séu kenndar við hann á ýmsum málum. --Cessator 24. september 2007 kl. 13:21 (UTC)
Svo ég reyni að svara Bjarka fyrst: Flestar greinarnar hafa heiti á öðrum tungumálum, ensku, þýsku, tékknesku o.s.frv. Orðið "samloka" er alíslenskt og því væri e.t.v. fróðlegt að fá nánar upplýsingar um uppruna þess o.fl. því tengt. Ef "samloka" væri t.d. kölluð "samvísa" eða "sandvísa" á íslensku, sem væri þá líklega komið úr enska orðinu "sandwich", þá væri komin bein tenging við enskuna og fyrrgreind orðsifjafærði ætti fullan rétt á sér. M.ö.o. það er ekki hægt að ætlast til þess að við fjöllum um enska orðsifjfræði í hverri grein, þegar það tengist ekki íslenska heitinu á neinn hátt! Ég var hér aðeins að lýsa minni eigin skoðun, sem sýnilega er í takti við skoðun Stefáns Örvarrs, og reyna að svara spurningu þinn skilmerkilega. Okkar skoðanir eru þó ekki réttari en annara, en fróðlegt væri að sjá hvaða rök þú hafir fram að færa á móti brottfellingu og heyra hvað aðrir hafi um málið að segja. Virðingarfyllst, Thvj 24. september 2007 kl. 13:39 (UTC)
Varðandi skoðun Cessators þá má spyrja hvenær "fullnægjandi" nirðurstaða er fengin? Er ekki endalaust hægt að deila um keisarans skegg? Eins og staðan var fyrir skömmu voru 2 á móti einum fyrir brottfellingu, sem ég taldi fullnægjandi niðurstöðu til að fella brott setninguna. Að sjálfsögðu má halda áfram að ræða þessa brottfellingu og jafn vel afturkalla hana og önnur niðurstaða fæst, en eins og staðan var í morgun, þá var þetta niðurstaðan! Auk þess má benda á að stofnandinn, Max nokku Naylor, á það til að þýða greinar beint úr ensku á lélega eða ótæka islensku og smella þeim á vefinn. - Mín skoðun og vætnanlegt atkvæði, er skýr. Thvj 24. september 2007 kl. 13:39 (UTC)
Mín rök gegn brottfellingu eru einföld. Það að fyrirbrigðið er nefnt eftir jarlinum af Sandwich á langflestum evrópumálum er staðreynd sem er bæði markverð og sannreynanleg. Wikipedia er alfræðirit þar sem markverðum og sannreynanlegum upplýsingum er safnað saman. Málið snýst ekkert einu sinni um það hvað mér finnst eða hvað þér finnst, þetta eru bara reglurnar sem við vinnum eftir. --Bjarki 24. september 2007 kl. 13:46 (UTC)
Á hvaða Evrópumálum heitir þetta 'sandwich' aftur? --Akigka 24. september 2007 kl. 14:08 (UTC)
Crystal Clear app amor.png - ég veit eiginlega ekki hvernig rétt væri að tækla þetta... Það sem heitir sandwich á ensku er á öðrum tungumálum (nema norðurlandamálunum) fjallað um sem enskan sérrétt og talin upp einkenni hans (ristað brauð, súrsaðar gúrkur o.s.frv.). Það sem við köllum hins vegar samloku á íslensku er miklu mun víðtækara og á ítölsku t.d. væri það einfaldlega kallað 'panino' og hugsanlega 'smørrebrød' á dönsku (þau eru bæði til opin og lokuð)... --Akigka 24. september 2007 kl. 14:12 (UTC)
Já svo er myndin sem fylgir þessum greinum á öllum tungumálum af „ítalskri sandvík“, en reyndar tekin af enskumælandi ljósmyndara. --Bjarki 24. september 2007 kl. 14:19 (UTC)
Tja, meira að segja hamborgarar flokkast sem „sandwich“ í víðum skilningi á ensku. --Cessator 24. september 2007 kl. 15:25 (UTC)
Thvj: Staðan var reyndar 1 á móti 1, svo lýstir þú því yfir að þú værir sammála Stefáni og eyddir þessu burt. Kannski er ekki alltaf skýrt hvenær fullnægjandi niðurstaða er fengin en mér finnst samt ljóst að hún fæst ekki með því að einhver lýsi yfir sinni skoðun og ljúki svo umræðunni. Það hefði til að mynda verið ágætt og sjálfsögð kurteisi að leyfa Bjarka að svara, fyrst hann ákvað að mæla þessu til varnar. Og svo skiptir líka engu máli hver „staðan“ er: 2 á móti 1, 6 á móti 2 o.s.frv. Það eina sem skiptir máli er hvor rökin vega þyngra. Ef 10 manns halda fram rökum sem einn maður nær að hrekja, þá hefur hann betur nema einhver geti brugðist við mótrökunum. --Cessator 24. september 2007 kl. 15:25 (UTC)
Thvj: Nei, það er að sjálfsögðu ekki hægt að ætlast til að við fjöllum um enska orðsifjafræði í hverri grein. En er einhver að halda því fram? Ekki Bjarki, að því er ég fæ séð, og ekki ég. Og ekki Max Naylor heldur. Úr því að á hann er minnst, þá er rétt að geta þess að sú venja hans að „þýða greinar beint úr ensku á lélega eða ótæka islensku og smella þeim á vefinn“, eins og þú orðar það, kemur þessu máli alls ekki við. Hér er spurt hvort við eigum að útskýra tengingu enska heitisins á samloku við jarlinn af Sandwich í greininni eða ekki og það eru einfaldlega ekki málefnaleg rök í þessu að stofnandi greinarinnar sé ekki góður í íslensku. Mér finnst þetta vera óþarft skot á hann. En, sem sagt, spurningin er vitaskuld ekki hvort það sé ætlast til þess að það sé fjallað um orðsifjafræði eða ekki, heldur hvort það megi ekki gera það stundum, þegar upplýsingarnar eru áhugaverðar fyrir lesandann — og því er haldið fram í þessu tilviki. --Cessator 24. september 2007 kl. 15:37 (UTC)
Að vel þekktur réttur sé nefndur eftir sögufrægri persónu á mörgum tungumálum hlýtur að teljast marktæk þekking. Hvar á hún að koma fram í þessu alfræðiriti annars staðar en hér? Þetta ætti að koma fram í greininni að mínu mati.--Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. september 2007 kl. 15:43 (UTC)
Æi...ég ætlað mér ekki að taka þá í frekara þrasi um þetta smámál...Ég bendi bara á rök mín fyrir því að sleppa umræddum jarli "Samloku" úr íslensku greininni! Þau standa óhögguð, að ég best fæ séð. Ég nefni til sögunnar orðin "beikon", "pilsner", "ómeletta" og "mús", sem öll eru tökuorð og hafa því skírskotun til erlendra orða. Ef greinar verða til á íslensku wikipedíu um þau orð þá væri vitaskuld fróðlegt að heyra eitthvað um tengsl tökuorðanna við þau erlendu. - Venslin milli orðanna "samloka" og "sandwich" er sá að þau fjalla yfirleitt um sama hlutinn! En er það nokkuð umfram það í rauninni? Kveðja, Thvj 24. september 2007 kl. 16:58 (UTC)
Ég veit ekki hvort þau standa óhögguð eða ekki. Þú virðist stundum gera ráð fyrir að við séum að skilgreina og fjalla um íslenska orðið „samloka“ og virðist andmæla á þeirri forsendu að það orð hafi ekkert með enska orðið að gera. Þú leiðréttir mig ef ég hef misskilið þig, en þau rök standa alla vega ekki óhögguð. Vandinn er nefnilega sá að við erum ekki að fjalla um íslenska orðið „samloka“ í greininni heldur um fyrirbærið sem orðið stendur fyrir. Og þess vegna skiptir ekki endilega máli að íslenska orðið hafi engar orðsifjar eða „vensl“ við enska orðið „sandwich“, líkt og íslensku orðin „beikon“ og „pilsner“ hafa við ensk orð. Greinin fjallar ekki um orðið heldur fyrirbærið og eins og Friðrik bendir á eru það eftirtektarverðar og áhugaverðar upplýsingar fyrir lesandann að víða um heim sé þessi vel þekkti réttur [sama hvað hann heitir á íslensku] kenndur við sögufræga persónu. Hér eru m.ö.o. rök fyrir því að það þurfi ekki orðsifjar eða önnur vensl milli orða til að réttlæta að þessar upplýsingar séu hafðar í greininni, því þær eru samt áhugaverðar fyrir lesandann. Þar með hæfa rökin um að íslenska orðið hafi engar orðsifjar við enska orðið ekki í mark (þótt um þá staðreynd sé að vísu ekki deilt). --Cessator 24. september 2007 kl. 20:49 (UTC)
Er þetta ekki bara spurning um framsetningu? Umræða um heiti fyrirbærisins á öðrum tungumálum ætti með réttu heima - líkt og t.d. umfjöllum um ólíkar útgáfur þess í hinum ýmsu borgum og löndum heims - í sérkafla, en ekki í inngangi greinarinnar eins og þetta var áður, þótt slíkt sé skiljanlegt í samsvarandi enskri grein. --Akigka 24. september 2007 kl. 21:05 (UTC)
Tja, fyrst þarf að ákveða hvort þetta á að fá að vera í greininni yfirleitt. Um það er deilt hér. En úr því að þú minnist á þetta, þá er ég sammála þér um að það sé óþarft að hafa þetta í innganginum. Þessi grein er raunar svo stutt að það er ekki nauðsynlegt að kaflaskipta henni strax. --Cessator 24. september 2007 kl. 21:32 (UTC)
Þetta var ekki í innganginum. Greinin var ekki nema tvær málsgreinar, ein var almennur inngangur og hin fjallaði um Sandwich. Þegar greinin er svona stutt er ekki hægt að kalla allt sem er ekki undir ==Titill== hluti af inngang. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 25. september 2007 kl. 12:01 (UTC)