Spjall:Söngvari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Söngvari, er það ekki kallkynssöngvari, og þá söngkona kvenkynssöngvari? --Stefán Örvarr Sigmundsson 23:08, 3 ágúst 2007 (UTC)

Er það ekki bara starfsheiti ? Tómas A. Árnason 23:13, 3 ágúst 2007 (UTC)
Gæti maður sagt "hún er söngvari" í staðinn fyrir "hún er söngkona"? --Stefán Örvarr Sigmundsson 23:15, 3 ágúst 2007 (UTC)
Já, maður gæti það, alveg eins og maður segir: „hún er leikari“, „hún er kennari“, „hún er ráðherra“, „hún er læknir“, „hún er lögfræðingur“, „hún er kokkur“ og „hún er flugmaður“ . Og eins og maður segir líka: „hann er fóstra“, „hann er matselja“, „hann er barnagæla“, „hann er landeyða“. --Cessator 23:34, 3 ágúst 2007 (UTC)
Ekki væri rétt að segja "hann er flugfreyja"? --Stefán Örvarr Sigmundsson 00:20, 4 ágúst 2007 (UTC)
Af hverju ekki, í ljósi allra þessara dæma sem eru alveg hliðstæð? --Cessator 00:38, 4 ágúst 2007 (UTC)
... hún er ritari og hann er lögga, hún er blaðamaður og hann er barnapía, hún er gjaldkeri og hann er eftirherma ...hún forseti, kafari, miðill, rithöfundur, þjálfari, fallhlífastökkvari, listamaður, ljósmyndari og leikstjóri... og svo eru þau kannski bæði skáld. --Cessator 00:46, 4 ágúst 2007 (UTC)
Mér hefur alltaf fundis "Bleðill" vera orð yfir karlkynsblaðamann og "Blaðka" vera kvenkynið, þau eru söngvarar ? 157.157.27.170 02:25, 4 ágúst 2007 (UTC)

Bíddu... ekki myndir þú þá skíra karlkyns barn "freyja"? --Stefán Örvarr Sigmundsson 02:55, 4 ágúst 2007 (UTC)

Ég myndi nú bara helst ekki skíra barn, enda ekki kristinn maður. En -freyja í orðum eins og t.d. „flugfreyja“ er ekki nafnið Freyja. Ég myndi ekki heldur kalla karlmann píu en ég myndi samt ekki hika við að kalla hann barnapíu. --Cessator 03:03, 4 ágúst 2007 (UTC)
Ekki er ég kristinn. En mér þætti betra að skíra eða alla vega nefni þau. Hvað myndir þú annars gera, kalla þau, anonymous 1 og anonymous 2? Crystal Clear app amor.png --Stefán Örvarr Sigmundsson 03:12, 4 ágúst 2007 (UTC)
Skírn er það að taka einstakling inn í kristinn söfnuð og einungis það. Það vill svo til að kirkjan stendur vörð um þau sjálfsögðu mannréttindi fólks að fá að heita nöfnum og neitar að skíra börn nema þau séu nefnd. Margir foreldrar nefna börnin á sama tíma og þeir láta skíra þau, en þetta tvennt er samt ekki það sama. Þeir sem eru ekki kristnir, t.d. óskírðir trúleysingjar, hindúar o.s.frv. heita sínum nöfnum jafnmikið og kristnir menn heita sínum. Mannanöfn eru jú eldri hefð en nokkurn tímann kristni og skírnarathafnir. --Cessator 03:43, 4 ágúst 2007 (UTC)