Spjall:Stjarna (aðgreining)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Spjall:Sólstjarna)
Jump to navigation Jump to search

Vinsamlegast búið til aðgreiningarsíðu fyrir stjarna! Thvj 28. október 2007 kl. 14:10 (UTC)

Ég vil helst hafa þessa grein undir fræðiheitinu sólstjarna! Thvj 11. apríl 2008 kl. 14:38 (UTC)
Af hverju - stjarna er það orð sem allir nota. --Akigka 11. apríl 2008 kl. 14:44 (UTC)
Allar hinar wp nota þetta tiltekna orð sem greinarheiti og virðast ekki sjá neina ástæðu til að finna upp nýtt. --Akigka 11. apríl 2008 kl. 14:46 (UTC)
Sólstjarna er fræðiheitið, sem stjarnfræðingar nota, það er fyrir löngu búið að festa sig í sessi! Thvj 12. apríl 2008 kl. 07:01 (UTC)
Það er engin ástæða til að nota fræðiheiti fremur en almennt heiti ef almenna heitið er jafngott. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að orðið „stjarna“ er ekki nógu gott fyrir þetta fyrirbæri? --Akigka 12. apríl 2008 kl. 12:37 (UTC)
Ekki nema að orðið sólstjarna er nákvæmara og betra: orðið stjarna hefur ýmsar merkingar. - Annars, varla er neitt sem mælir gegn því að nota fræðiheitið sólstjarna sem greinarheiti? Thvj 12. apríl 2008 kl. 12:56 (UTC)
Er eitthvað á móti því að nota það orð sem allir nota fyrir nákvæmlega þetta fyrirbæri? --Akigka 12. apríl 2008 kl. 13:08 (UTC)
Ég vil færa þetta. Ég skil ekki af hverju íslenska wikipedia þarf að nota nýyrði yfir þekkt fyrirbæri þegar önnur wikipediuverkefni (á indóevrópskum málum) nota sama orðið og allur almenningur sem talar viðkomandi mál. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 16:57 (UTC)
Orðið stjarna hefur bara svo ótal margar merkingar, þ.a. mér finnst betra að nota orðið sólstjarna, sem hefur nákvæmlega þá merkingu sem um ræðir og enga aðra! Þetta orð er viðtekið fræðiheiti innan stjörnufræði og ekki meira né minna nýyrði en önnur slík íslensk fræðiheiti. Thvj 12. apríl 2008 kl. 17:02 (UTC)
(rantur - rantur) Öll orð í íslensku hafa margar merkingar. Einu orðin sem hafa aðeins eina merkingu eru orð sem enginn notar! Það eru auðvitað fyrirbæri eins og reikistjarna, halastjarna, stjörnuhrap o.s.frv. sem ekkert hafa með stjörnur að gera en það breytir því ekki að þegar fólk notar orðið "stjarna" þá á það við um það sem á ensku heitir "star", á spænsku "estella", latínu "astro" o.s.frv. o.s.frv. Íðorðastefnan (eitt orð - eitt hugtak) varð hugmyndasögulega gjaldþrota fyrir meira en áratug síðan og engum sem dettur lengur í hug að halda því fram að margræðni tungumálsins standi vísindum fyrir þrifum. Mér finnst að hér ættum við leitast við að nota "alþýðilegan" orðaforða eins mikið og unnt er, en ekki sérfræðiorðaforða þegar hann er óþarfur. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 17:08 (UTC)
Hvað hefurðu á móti orðinu sólstjarna? Það eru til mörg verri fræðiheiti. Alþýðleikinn (póstmódernisminn?) má ekki verða fræðunum (íðorðunum?) sterkari ;) Thvj 12. apríl 2008 kl. 17:13 (UTC)
Sólstjarna er fínt orð, en mér finnst bara óþarfi að hafa byrjunina á greininni "Sólstjarna (oftast kallað stjarna)...". Ef X er oftast kallað X, þá á greinin að heita X nema rík ástæða sé til annars, það liggur í augum uppi. Íðorð og fræðiheiti eru ekki það sama og póstmódernísk fræði hafa verið þekkt fyrir flest annað en alþýðilegan orðaforða. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 17:17 (UTC)
Hér er kominn vísir að rökræðum --- Hvar er Cessator eiginlega ?? Thvj 12. apríl 2008 kl. 17:19 (UTC)
Já... second opinion. Ef öllum öðrum er sama þá er ég ekkert að reyna að breyta þessu. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 17:22 (UTC)
Það var tilvísunin til póstmódernisma sem fældi mig frá, ég er nefnilega með pómófóbíu :) --Cessator 12. apríl 2008 kl. 23:58 (UTC)
He, he ég veit ekki hvort ég treysti mér aftur í langdregnar rökræður við good ol' Cess :) Stjarna á himni hefur geysivíðtæka merkingu, þarf reyndar ekki endilega að vera sólstjarna, en getur einnig átt við reikistjörnu, halastjönu, stjörnuþoku, dulstirni o.fl. Í greininni er eingöngu fjallað um geimfyrirbæri það, sem kallast sólstjarna á fræðimáli. Thvj 12. apríl 2008 kl. 17:27 (UTC)
Ég sé að ég hef kvalið þig ekki síður en Sókrates reyndi á þanþol viðmælenda sinna :) --Cessator 12. apríl 2008 kl. 23:31 (UTC)
Mér finnst báðir hafa eitthvað til síns máls hér en ég hallast að því að samþykkja það sem Akigka segir að það sé „óþarfi að hafa byrjunina á greininni "Sólstjarna (oftast kallað stjarna)...". Ef X er oftast kallað X, þá á greinin að heita X nema rík ástæða sé til annars“. Margræðni orða getur auðvitað verið meinleg en er það alls ekki alltaf (kannski sjaldnar en hitt). Öll góð orð eru margræð, eins og Þorsteinn Gylfason benti gjarnan á. Venjan hér á Wikipediu er vissulega að láta greinar heita algengustu nöfnunum, en það er líka hægt að færa góð rök fyrir því að láta þær heita sem nákvæmustum nöfnum — a.m.k. ef það myndast ekki allt of mikil spenna milli nákvæmasta nafnsins og algengasta nafnsins (t.d. Elvis Aaron Presley vs. Elvis Presley); ef það myndast mikil spenna, þá held ég að við ættum að halda okkur við algengasta nafnið. Og þannig er stundum hægt að forðast sviga í titlinum (sbr. Nílarfljót í stað „Níl (fljót)“). Það má líka benda á að Vísindavefurinn notar orðið „sólstjarna“ í allnokkrum svörum (ekkert plögg í gangi :)). Og það er vefur sem hefur það hlutverk að veita traust fræðileg svör skrifuð af sérfræðingum (með undantekningum) en handa upplýstum almenningi, m.ö.o. fræðilegt efni í alþýðlegum búningi; ekki fræðimenn að skrifast á við aðra fræðimenn. ...ég veit ekki, ef þeir nota orðið „sólstjarna“ í alþýðlegu samhengi, þá sé ég ekkert athugavert við að við gerum það líka, með þeim rökum að þetta sé nákvæmara orð og það sé ekki of mikil spenna milli þess annars vegar og algengasta orðsins hins vegar. --Cessator 12. apríl 2008 kl. 23:31 (UTC)
Ekki er amarleg að fá tækifæri til að eiga orðastað við arftaka Sókratesar á íslensku Wikipediu ( he, he :D ) - ég er búin að flytja mál mitt og treysti AC til að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Mér skil reyndar ekki alveg afstöðu Cessators, finnst hún dálíið loðin varðandi uppástungu um færslu greinarinnar. - Hann benti reyndar á að Vísindavefurinn noti alloft orðið sólstjarna, án þess að um plögg sé að ræða ;) Thvj 13. apríl 2008 kl. 14:06 (UTC)
Það er rétt, afstaða mín er loðin, ég hef ekki mjög sterka skoðun í þessu tilfelli en sé báðar hliðar málsins. --Cessator 13. apríl 2008 kl. 19:22 (UTC)
Ég verð víst að játa að ég hef ekki heldur neina gríðarsterka skoðun á þessu tiltekna máli - en mér finnst almennt að þegar til er algengt þekkt íslenskt orð yfir eitthvað fyrirbæri þá beri okkur að nota það, fremur en samsvarandi fræðiheiti, þegar þau eru nokkurn veginn jafngild. Mér finnst orðið stjarna vera klárt og kvitt nafn yfir þessa gashnetti, og sé ekki að það skipti neinu máli þótt það orð sé notað (í samsetningum) yfir annars konar himinfyrirbæri. Ýmsar aðrar wp nota eitthvað samsvarandi stjarna (stjörnufræði) til aðgreiningar frá t.d. stjörnutákni o.s.frv. en ég sé ekki að sérstök ástæða sé til þess að gera það á íslensku. Ég held að setning á borð við „Júpíter er stjarna“ væri umsvifalaust dæmd röng af sæmilega upplýstum íslenskum málnotendum á þeim forsendum að reikistjörnur eru ekki einhver tegund af stjörnum. Þess vegna finnst mér að við ættum að hafa það einfalt og kalla hlutina sínum nöfnum nema einhver mjög sterk rök hnígi til annars. --Akigka 14. apríl 2008 kl. 00:11 (UTC)